Ellen stefnir á 4. sætið hjá Samfylkingunni í borginni Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 07:33 Ellen Calmon tók sæti í borgarstjórn sumarið 2020. Aðsend Borgarfulltrúinn Ellen Calmon sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram rafrænt dagana 12. og 13. febrúar næstkomandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ellen. Þar er haft eftir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef hún hafi talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. „Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk. Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ er haft eftir Ellen. Feministi og baráttukona fyrir mannréttindum Ellen segir í tilkyninngunni að hún sé femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum, uppalin í Breiðholtinu. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo. Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi. Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliði Ég hef sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby). Gaman að gera. Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum, fara í tjaldútilegur í íslenskri náttúru. Ferðast og verja tíma með góðum vinum og heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ellen. Þar er haft eftir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef hún hafi talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. „Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk. Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ er haft eftir Ellen. Feministi og baráttukona fyrir mannréttindum Ellen segir í tilkyninngunni að hún sé femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum, uppalin í Breiðholtinu. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo. Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi. Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliði Ég hef sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby). Gaman að gera. Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum, fara í tjaldútilegur í íslenskri náttúru. Ferðast og verja tíma með góðum vinum og heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira