Búnar að selja 85 þúsund miða á kvennaleikinn á Nývangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 09:30 Alexia Putellas er besta knattspyrnukona heims og hér fagnar hún marki með Barcelona liðinu. EPA-EFE/Quique Garcia Barcelona og Real Madrid mætast í Meistaradeild kvenna í fótbolta þegar átta liða úrslit keppninnar fara fram í mars. Það er óhætt að segja að leikurinn í Barcelona verði sögulegur. Kvennalið Barcelona spilar heimaleiki sína ekki á hinum glæsilega Nývangi eins og karlaliðið. Þær hafa spilað á Estadi Johan Cruyff þar sem b-lið Barcelona spilar líka. Þegar varð ljóst að erkifjendurnir myndu mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar tóku forráðamenn Barcelona þá ákvörðun að færa leikinn yfir á Nývang. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Estadi Johan Cruyff tekur aðeins sex þúsund manns en meira en sextán sinnum fleiri komast á Nývang. Kvennalið Barcelona hafði aðeins einu sinni fengið að spilað á Nývangi en það var þegar kórónuveiran sá til þess að enginn áhorfandi mátti vera á vellinum. En gátu stelpurnar selt miða á leikinn? Barcelona komst fljótt að því að svarið við því var já með stórum stöfum. Fimmtíu þúsund miðar seldust á fyrsta rúma sólarhringnum og það var orðið uppselt á leikinn eftir aðeins þrjá daga. Alls seldust allir 85 þúsund miðarnir í boði en ESPN segir frá. Barcelona er með frábært lið og vann Meistaradeildina í fyrsta sinn á síðasta tímabili. Hinar þrjár viðureignirnar í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna eru Arsenal-Wolfsburg, Juventus-Lyon og Bayern München-PSG. Ísland á leikmenn í Wolfsburg, Lyon og Bayern München. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Kvennalið Barcelona spilar heimaleiki sína ekki á hinum glæsilega Nývangi eins og karlaliðið. Þær hafa spilað á Estadi Johan Cruyff þar sem b-lið Barcelona spilar líka. Þegar varð ljóst að erkifjendurnir myndu mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar tóku forráðamenn Barcelona þá ákvörðun að færa leikinn yfir á Nývang. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Estadi Johan Cruyff tekur aðeins sex þúsund manns en meira en sextán sinnum fleiri komast á Nývang. Kvennalið Barcelona hafði aðeins einu sinni fengið að spilað á Nývangi en það var þegar kórónuveiran sá til þess að enginn áhorfandi mátti vera á vellinum. En gátu stelpurnar selt miða á leikinn? Barcelona komst fljótt að því að svarið við því var já með stórum stöfum. Fimmtíu þúsund miðar seldust á fyrsta rúma sólarhringnum og það var orðið uppselt á leikinn eftir aðeins þrjá daga. Alls seldust allir 85 þúsund miðarnir í boði en ESPN segir frá. Barcelona er með frábært lið og vann Meistaradeildina í fyrsta sinn á síðasta tímabili. Hinar þrjár viðureignirnar í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna eru Arsenal-Wolfsburg, Juventus-Lyon og Bayern München-PSG. Ísland á leikmenn í Wolfsburg, Lyon og Bayern München.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira