Segir réttlætanlegt að hafa Sherrock í úrvalsdeildinni vegna vinsælda hennar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2022 10:31 Hallardrottningin Fallon Sherrock náði ekki að komast á PDC-mótaröðina. getty/ Vinsældir Fallons Sherrock gætu réttlætt það að hún fengi úthlutað sæti í úrvalsdeildinni í pílukasti. Þetta segir Laura Turner, einn af sérfræðingur Sky Sports um pílukast. Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð. Pílukast Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sjá meira
Sherrock mistókst að vinna sér þátttökurétt á PDC-mótaröðinni í síðustu viku. Þrátt fyrir það er ekki loku fyrir það skotið að hún fái sæti í úrvalsdeildinni þar sem átta bestu pílukastarar heims leiða saman hesta sína. Turner segist skilja rökin á bak við það að hafa Sherrock með í úrvalsdeildinni. „Hún hlýtur að einn verðmætasti í pílukastinu í augnablikinu. Hún er gríðarlega vinsæl og allir vilja sjá hana spila,“ sagði Turner. „Þú skilur einnig vonbrigði þeirra leikmanna sem voru kannski á brúninni að komast inn vegna peninganna sem eru í húfi en þetta snýst bara um hvernig þú horfir á þetta. Pílukast snýst jafn mikið um viðskipti og vinsældir eins og íþróttina sjálfa og skemmtun.“ Turner hallast þó frekar að því að Sherrock verði að bíða eitthvað lengur eftir því að fá að keppa í úrvalsdeildinni. „Það kæmi mér bæði á óvart ef hún yrði með og ef hún yrði ekki með. Þú getur réttlætt það með því hversu mikið fólk vill sjá hana spila en tilfinningin mín er að átta bestu leikmenn heims, eða átta af tíu bestu, fái sæti í úrvalsdeildinni,“ sagði Turner. Hún bætti við að Sherrock væri afar mikilvæg í því að auka áhuga almennings á pílukasti. „Þegar þú spyrð fólk hverja það sér reglulega í fjölmiðlum og hverja það talar um er hún risastórt nafn vegna þess sem hún hefur afrekað. Þetta er snúið. Þú vilt selja miða og hún hefur opnað heim pílukastsins fyrir alls konar fólk. Þetta eru ekki bara nýir áhorfendur heldur snýst þetta um útbreiðslu. Fjöldi fólks í Bandaríkjunum skipti af amerískum fótbolta til að horfa á Fallon keppa á HM,“ sagði Turner. „Þetta er það sem þú vilt. Þú vilt keppendur sem dregur aðra áhorfendur að. Þannig verður þetta stærrra og stærra. Þetta snýst um að finna milliveg milli vinsælda og viðskiptahliðarinnar og hugsa vel um leikmennina sem hafa gert vel undanfarin tvö ár eða svo.“ Sherrock skaust fram á sjónarsviðið þegar hún vann tvo leiki á HM 2020, fyrst kvenna. Hún keppti aftur á HM í ár en tapaði fyrir reynsluboltanum Steve Beaton í 1. umferð.
Pílukast Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sjá meira