Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 14:00 Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að faraldur inflúensu samhliða faraldri kórónuveiru muni þyngja róðurinn hjá heilbrigðisstofnunum í Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12
Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent