Kæra starfshætti SÁÁ til héraðssaksóknara Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 17:23 Héraðssaksóknari vildi ekki veita frekari upplýsingar um stöðu málsins að svo stöddu. vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist kæra frá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands vegna máls sem varðar starfshætti SÁÁ. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en kæran barst embættinu í seinustu viku. Embætti landlæknis og Persónuvernd hefur sömuleiðis verið tilkynnt um málið. Stundin greindi fyrst frá. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Málið verið lengi í vinnslu SÁÁ hafnar athugasemdum Sjúkratrygginga og telur Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, misskilnings gæta hjá eftirlitsdeildinni. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verið lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.Vísir/Vilhelm Eigi ekki stoð í raunveruleikanum Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga og fullyrðir deildin að símtöl hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Einar sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að þessi ásökun eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við SÁÁ vegna athugunarinnar. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ sagði María. Einar sagði í Bítinu í morgun að málinu væri ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum. Stjórnsýsla Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Embætti landlæknis og Persónuvernd hefur sömuleiðis verið tilkynnt um málið. Stundin greindi fyrst frá. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir króna í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefndin telur tilhæfulausa. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Málið verið lengi í vinnslu SÁÁ hafnar athugasemdum Sjúkratrygginga og telur Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, misskilnings gæta hjá eftirlitsdeildinni. „Maður er mjög hryggur yfir þessari niðurstöðu [eftirlitsdeildar SÍ]. Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín hvernig þetta er sem kemur frá eftirlitinu, sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Málið á sér langan aðdraganda og hefur verið lengi í vinnslu hjá eftirlitsdeild SÍ. Samkvæmt heimildum Vísis er málið afar viðkvæmt og hefur verið rætt meðal æðstu ráðamanna þjóðarinnar. Samkvæmt gögnum sem Vísir hefur undir höndum gæti verið um saknæmt athæfi að ræða og ef fram fer sem horfir gæti málið komið til kasta ýmissa stjórnsýslueininga. Einar Hermannsson, formaður SÁÁ.Vísir/Vilhelm Eigi ekki stoð í raunveruleikanum Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga og fullyrðir deildin að símtöl hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Einar sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að þessi ásökun eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í samtali við fréttastofu að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við SÁÁ vegna athugunarinnar. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ sagði María. Einar sagði í Bítinu í morgun að málinu væri ekki lokið heldur eigi SÁÁ eftir að setjast niður með forstjóra Sjúkratrygginga og fara yfir málið. Þau hjá SÁÁ hafi sent svör á föstudaginn síðastliðinn og engin lokaniðurstaða sé komin í málið. „Þetta er bara skoðun eftirlitsnefndar. Ég hef fulla trú á að þetta leysist. Það er kveðið á um það í lögum að við eigum að veita sem bestu þjónustuna.“ Vísir hefur sent fyrirspurn á forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og óskað eftir frekari gögnum.
Stjórnsýsla Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Tengdar fréttir „Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44 Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Starfsfólk SÁÁ er alveg miður sín“ Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, telur misskilnings gæta hjá eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands sem hefur krafið SÁÁ um 175 milljónir króna vegna tilhæfulausra reikninga. 17. janúar 2022 11:44
Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. 14. janúar 2022 11:44