„Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina“ Atli Arason skrifar 17. janúar 2022 21:55 Jordan Semple Vilhelm Jordan Semple, leikmaður ÍR, var besti leikmaður vallarins í 88-77 sigri ÍR á Stjörnunni í kvöld. Jordan var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins. Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum