Hrútarnir sannfærandi og mæta Tom Brady og meisturunum næst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:00 Útherjinn Odell Beckham Jr. og leikstjórnandinn Matthew Stafford eru að ná vel saman hjá Los Angeles Rams. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Rams liðið varð í nótt áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL en þau fara síðan fram um næstu helgi. Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira
Rams vann þá sannfærandi 34-11 sigur á Arizona Cardinals á heimavelli sínum SoFi Stadium sem mun líka hýsa Super Bowl leikinn í næsta mánuði. Rams-liðið er vel mannað lið og til alls líklegt í ár. Leikstjórnandi þess, Matthew Stafford, hefur verið lengi í deildinni en fagnaði sínum fyrsta sigri í úrslitakeppni í þessum leik. Hann var í þrettán ár hjá Detriot Lions án þess að vinna leik á stóra sviðinu. Stafford átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði síðan eitt snertimark sjálfur. Liðið komst í 28-0 í upphafi þriðja leikhlutans og leikurinn í nótt var því ekki mjög spennandi. Útherjarnir frábæru, Odell Beckham Jr. og Cooper Kupp, skoruðu báðir snertimark og þá er hlauparinn Cam Akers, sem sleit hásin í júlí, aftur kominn á fullt og var hann öflugur í leiknum í nótt. Vörnin er líka gríðarlega sterk og skoraði eitt snertimark eftir að hafa komist inn í sendingu leikstjórnanda Arizona Cardinals, Kyler Murray. Það voru alltof margir ójafnir leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina en það eru líkur á því að það breytist um næstu helgi. NFL-deildin hefur nú raða upp leikjunum en þeir verða allir sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Undanúrslit deildanna hefjast í Tennessee á laugardaginn en tveir leikir eru á laugardag og tveir á sunnudag. Sigurvegararnir komast í úrslitaleik deildanna viku seinna. Green Bay Packers og Tennessee Titans voru efstu lið deildanna og sátu hjá í fyrstu umferðinni. Nú koma þau bæði inn. Með sigrinum í nótt tryggði Los Angeles Rams liðið sér leik á móti Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers. Sá leikur er fyrri leikurinn á sunnudaginn en liðin eru í Þjóðardeildinni. Hinn leikurinn í Þjóðardeildinni er leikur Green Bay Packers á móti San Francisco 49ers, sem er seinni leikurinn á laugardaginn. Í Ameríkudeildinni spila Tennessee Titans og Cincinnati Bengals á laugardaginn og það lið sem hefur betur mætir sigurvegaranum úr leik Kansas City Chiefs og Buffalo Bills sem er lokaleikur helgarinnar. Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild) NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
Undanúrslit deildanna í úrslitakeppni NFL 2022: Laugardagur 22. janúar Klukkan 21.30 á S2 Sport 2: Tennessee Titans - Cincinnati Bengals (Ameríkudeild) Klukkan 01:15 á S2 Sport 2: Green Bay Packers - San Francisco 49ers (Þjóðardeild) Sunnudagur 23. janúar Klukkan 20:00 á S2 Sport 2: Tampa Bay Buccaneers - Los Angeles Rams (Þjóðardeild) Klukkan 23:30 á S2 Sport 2: Kansas City Chiefs - Buffalo Bills (Ameríkudeild)
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn