Fótbolti

Davíð á leið í ítalska boltann

Atli Arason skrifar
Lecce virðist vera að fá Davíð Snæ Jóhannsson frá Keflavík.
Lecce virðist vera að fá Davíð Snæ Jóhannsson frá Keflavík. Vísir/Hulda Margrét

Davíð Snær Jóhannsson er sagður búinn að semja við ítalska B-deildarfélagið Lecce en munnlegt samkomulag á að vera í höfn.

Davíð verður tvítugur á árinu en Lecce hefur haft mikinn áhuga á Davíð og félagið hefur áður gert Keflavík tilboð sem Keflvíkingar höfnuðu. 

Davíð hefur leikið fyrir Keflavík allan sinn ferill og hefur spilað 87 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 7 mörk. Ljóst er að Keflavík er að missa mikinn liðsstyrk fyrir komandi tímabil en hann kvaddi liðsfélaga sína á æfingu í gær.

Davíð verður ekki fyrsti Íslendingurinn hjá Lecce. Fyrir er þar íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason og Brynjar Ingi Bjarnason spilaði með liðinu á síðasta tímabili áður en hann gekk til liðs við Vålerenga á dögunum. 

Davíð mun fljúga út til Ítalíu á morgun til að koma til móts við liðið og ganga frá lausum endum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×