Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 17:26 Líf Magneudóttir vill leiða lista Vinstri grænna áfram. Aðsend Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014. Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“ Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Þetta tilkynnti Líf í dag en hún er eini sitjandi borgarfulltrúi Vinstri grænna. Líf segir í framboðstilkynningu sinni að síðustu fjögur ár hafi verið krefjandi á margan hátt, ekki síst vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans. Þau hafi þó líka verið gjöful og lærdómsrík. „Verkefni borgarfulltrúa eru óþrjótandi og líklega klárast þau aldrei að fullu. Við erum alltaf að leita leiða til að gera enn betur í síbreytilegu samfélagi. Ég vil halda áfram að vinda ofan af mistökum fortíðarinnar í skipulagsmálum, ég vil þétta byggðina inn á við í stað þess að dreifa henni, hætta orkusóun og nýta land skynsamlega. Við verðum að snúa af braut ósjálfbærs neyslusamfélags.“ Þurft að gera málamiðlanir Líf segir að meirihlutasamstarf Vinstri grænna með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn í borginni hafi gengið nokkuð vel. Hins vegar hafi flokkurinn einnig þurft að gera málamiðlanir „eins og gengur og gerist á stóru heimili.“ Á meðan hún sé stolt af mörgum verkum meirihlutans séu líka mál sem hún hafi viljað sjá þróast á annan máta. „Vil ég þar nefna menntamálin og umgjörð þeirra, viðhaldsmál húsnæðis, fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks, fyrirkomulag borgaralýðræðis og að gerðar séu enn meiri kröfur í hönnun borgarinnar m.t.t almannarýma og fagurfræði. Eins mun ég beita mér fyrir enn fleiri breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur til auka rými fyrir vistvæna ferðamáta og fletta upp malbiki. Þá vil ég fella út fyrirhuguð göng í gegnum Öskjuhlíð og gera mislæg gatnamót víkjandi í skipulaginu,“ segir Líf í tilkynningu sinni. Hyggst hún leggja meiri áherslu á þessi atriði á næsta kjörtímabili. „Ég brenn fyrir öllum þeim verkefnum sem gera Reykjavík að mannvænni, sjálfbærri og safaríkri borg menningar, menntunar og lista fyrir fjölbreytt fólk og áhugamál og lífsviðurværi þess. Þess vegna býð ég áfram fram krafta mína, þolgæði og eldmóð til að leiða Reykjavík inn í framtíðina með öllu því sem hún hefur upp á bjóða, fyrirséðu og ófyrirséðu.“
Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira