Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs. Vísir/Sigurjón Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn. Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira