Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2022 20:00 Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- og samgönguráðs. Vísir/Sigurjón Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn. Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“ Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Reykjavíkurborg tilkynnti á dögunum að hætt hefði verið við hugmyndir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg og vísaði til áberandi andstöðu íbúa í skoðanakönnun sem gerð var í desember. Það var líka vísað til þess í tilkynningu að áberandi andstaða væri við uppbygingu hérna meðfram Miklubraut við Háaleitisbraut. Hér vill Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins sjá breiðgötustemningu en ekki kassalaga íbúðablokkir í tugavís, eins og hann orðar það í Morgunblaðinu í morgun. Rúnar Vilberg Hér fyrir ofan sést hugmynd að útfærslu á umræddum blokkum við Miklubraut og Háaleitisbraut, sem Eyþór Arnalds vill að fallið verði frá og vísar til þess að 64 prósent þeirra sem tóku afstöðu í áðurnefndri könnun hafi verið andvígir. Úr könnun Gallup sem gerð var meðal íbúa í desember. Þegar þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir eru teknir með er hlutfallið hins vegar lægra - 52,8% íbúa andvígir. Þá bendir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs á að stuðningur hafi verið talsvert meiri við þéttinguna ef Miklabraut yrði sett í stokk á svæðinu. „Þegar þær tölur eru teknar saman kemur í ljós að 60 prósent svarenda gætu hugsað sér svona útfærslu með stokk en 25 prósent yrðu alfarið gegn þéttingu óháð útfærslu og ég er ekki á því að við eigum einungis að hlusta á þessi 25 prósent og hunsa alfarið vilja hinna.“ Telur þéttingarstefnuna ekki munu koma meirihlutanum í koll Pawel hefur ekki áhyggjur af mögulegri kraumandi óánægju með þéttingu inni í hverfunum, líkt og varð til þess að hætt var við Bústaðavegsuppbyggingu - sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi einnig að fallið yrði formlega frá. „Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn að koma með tillögu um að við hættum við tillögu sem þegar er búið að ákveða hætta við. Og mér finnst það bara dæmi um ákveðna málefnaþurrð Sjálfstæðisflokksins,“ segir Pawel. Hann hefur heldur ekki áhyggjur af því að þéttingarstefnan komi meirihlutanum í koll í komandi kosningum. „Alls ekki, ég held að við í meirihlutanum séum mjög skýr. Við í Viðreisn, við erum mjög skýr með okkar skipulagsstefnu. Það er kannski Sjálfstæðisflokkurinn sem er ráðvilltur í sínum skipulagsmálum.“
Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira