Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra í beinni útsendingu en hún telur tilefni til að endurskoða reglurnar fyrr.
Einnig verður farið yfir nýja úttekt sem sýnir að líðan launafólks fer hrakandi. Um þriðjungur segist búa við slæma andlega líðan og eru það um helmingi fleiri en í fyrra.
Þá sjáum við myndband af fólskulegri árás á Reykjanesbraut í gær, við skoðum nýja upplýsta gangbraut við Melaskóla og hittum alnöfnu forsætisráðherra sem fær oft símtöl og bréf ætluð nöfnu sinni.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.