Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. janúar 2022 23:00 Óskar segir að eftir því sem fleiri sýni séu tekin daglega minnki meðalkostnaður hvers og eins þeirra. Samsett Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum. Í upphafi faraldursins fékk heilbrigðisráðuneytið heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu til að áætla kostnað við hvert einasta PCR-próf. Þá var gert ráð fyrir að hvert próf myndi kosta ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu. Við þá útreikninga tók heilsugæslan inn í myndina launakostnað, kostnað við húsnæði, og allan búnað sem notaður er við sýnatökur á Suðurlandsbrautinni og á Leifsstöð. Ári síðar var hún aftur fengin til að gera kostnaðarmat. Það var það þá orðið töluvert lægra eða um sjö þúsund krónur á hvert sýni. Og nú virðist komið á daginn að kostnaðurinn sé enn minni, en hversu mikill hann er nákvæmlega er erfitt að festa fingur á. Hvorki ráðuneytið né heilsugæslan eiga nákvæmar tölur yfir heildarkostnað fyrir sýnatökurnar þegar greiningar Landspítala á sýnunum eru teknar með í reikninginn því spítalinn hefur enn ekki tekið saman sinn kostnað við greiningarnar. Þar reiknast inn laun starfsmanna og sérstök hvarfefni sem þarf til greiningarinnar. Í fyrri kostnaðarmötum heilsugæslunnar er þó gert fyrir að hlutur Landspítalans í þessum ellefu þúsundum fyrst og svo sjö þúsundum á sýni sé um fjögur þúsund krónur. Því hefur verið haldið fram reglulega í umræðunni síðustu daga að kostnaður við sýnatökur hlaupi á um 80 til 120 milljónum á dag. Fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar kom fyrst fram með þá útreikninga í opinbera umræðu og hafa þeir orðið mörgum innblástur að hugmyndum um að slíku fjármagni væri betur varið á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru þó útreikningar sem eru miðaðir við að hvert sýni kosti ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu, það er að segja við allra fyrsta kostnaðarmatið sem á alls ekki við stöðuna í dag. Undir þúsund kall á sýni hingað til Ef hlutur Landspítalans er settur til hliðar liggur þetta til dæmis fyrir um sýnatökurnar: Síðustu tvö ár hefur Heilsugæslan eytt rétt tæpum 2,9 milljörðum í sýnatökuverkefnið. Á þeim tíma hafa rúm milljón sýni verið tekin og þá reiknast kostnaður á hvert sýni 2.668 krónur. En á móti þessu kemur að lengst af voru túristar rukkaðir fyrir PCR-próf og tekjur heilsugæslunnar af því hafa verið tæpur 1,9 milljarðar. Og þegar þær tekjur eru teknar með í reikninginn er beinn kostnaður sjálfrar heilsugæslunnar því tæpur milljarður frá upphafi faraldursins og á hvert og eitt sýni ekki nema 895 krónur. Verkefnið orðið margfalt hagkvæmara Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir nokkra þætti útskýra það hve mikið ódýrari sýnin séu í framkvæmd í dag en upprunalega var gert ráð fyrir. Þegar fyrsta kostnaðaráætlun á hvert próf hafi verið gerð hafi verið lítil reynsla á svona sýnatöku. „Þessi hagkvæmni er heldur ódýrari en við reiknuðum með í upphafi og það byggir bæði á því að sýnin eru orðin svo miklu fleiri. Og þegar við erum að kaupa inn hvarfefni eða nýta starfsfólkið okkar þá nýtist það betur bara út af stærðinni eða fjöldanum,“ segir hann. Einnig hafi í upphafi verið reiknað með að allir í verkefninu þyrftu að vera faglærðir. „Svo eru fleiri sýni tekin núna hér á Suðurlandsbrautinni. Hlutfallslega í upphafi var þetta meira í Keflavík þar sem er sólarhringsvakt,“ segir hann. Því hafi auðvitað fylgt meiri launakostnaður í upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í upphafi faraldursins fékk heilbrigðisráðuneytið heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu til að áætla kostnað við hvert einasta PCR-próf. Þá var gert ráð fyrir að hvert próf myndi kosta ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu. Við þá útreikninga tók heilsugæslan inn í myndina launakostnað, kostnað við húsnæði, og allan búnað sem notaður er við sýnatökur á Suðurlandsbrautinni og á Leifsstöð. Ári síðar var hún aftur fengin til að gera kostnaðarmat. Það var það þá orðið töluvert lægra eða um sjö þúsund krónur á hvert sýni. Og nú virðist komið á daginn að kostnaðurinn sé enn minni, en hversu mikill hann er nákvæmlega er erfitt að festa fingur á. Hvorki ráðuneytið né heilsugæslan eiga nákvæmar tölur yfir heildarkostnað fyrir sýnatökurnar þegar greiningar Landspítala á sýnunum eru teknar með í reikninginn því spítalinn hefur enn ekki tekið saman sinn kostnað við greiningarnar. Þar reiknast inn laun starfsmanna og sérstök hvarfefni sem þarf til greiningarinnar. Í fyrri kostnaðarmötum heilsugæslunnar er þó gert fyrir að hlutur Landspítalans í þessum ellefu þúsundum fyrst og svo sjö þúsundum á sýni sé um fjögur þúsund krónur. Því hefur verið haldið fram reglulega í umræðunni síðustu daga að kostnaður við sýnatökur hlaupi á um 80 til 120 milljónum á dag. Fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar kom fyrst fram með þá útreikninga í opinbera umræðu og hafa þeir orðið mörgum innblástur að hugmyndum um að slíku fjármagni væri betur varið á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru þó útreikningar sem eru miðaðir við að hvert sýni kosti ellefu þúsund krónur í framkvæmd og greiningu, það er að segja við allra fyrsta kostnaðarmatið sem á alls ekki við stöðuna í dag. Undir þúsund kall á sýni hingað til Ef hlutur Landspítalans er settur til hliðar liggur þetta til dæmis fyrir um sýnatökurnar: Síðustu tvö ár hefur Heilsugæslan eytt rétt tæpum 2,9 milljörðum í sýnatökuverkefnið. Á þeim tíma hafa rúm milljón sýni verið tekin og þá reiknast kostnaður á hvert sýni 2.668 krónur. En á móti þessu kemur að lengst af voru túristar rukkaðir fyrir PCR-próf og tekjur heilsugæslunnar af því hafa verið tæpur 1,9 milljarðar. Og þegar þær tekjur eru teknar með í reikninginn er beinn kostnaður sjálfrar heilsugæslunnar því tæpur milljarður frá upphafi faraldursins og á hvert og eitt sýni ekki nema 895 krónur. Verkefnið orðið margfalt hagkvæmara Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir nokkra þætti útskýra það hve mikið ódýrari sýnin séu í framkvæmd í dag en upprunalega var gert ráð fyrir. Þegar fyrsta kostnaðaráætlun á hvert próf hafi verið gerð hafi verið lítil reynsla á svona sýnatöku. „Þessi hagkvæmni er heldur ódýrari en við reiknuðum með í upphafi og það byggir bæði á því að sýnin eru orðin svo miklu fleiri. Og þegar við erum að kaupa inn hvarfefni eða nýta starfsfólkið okkar þá nýtist það betur bara út af stærðinni eða fjöldanum,“ segir hann. Einnig hafi í upphafi verið reiknað með að allir í verkefninu þyrftu að vera faglærðir. „Svo eru fleiri sýni tekin núna hér á Suðurlandsbrautinni. Hlutfallslega í upphafi var þetta meira í Keflavík þar sem er sólarhringsvakt,“ segir hann. Því hafi auðvitað fylgt meiri launakostnaður í upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kostnaður við sýnatökur 2,5 milljarðar króna en verulegar tekjur fengist á móti Kostnaður Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við sýnatökur vegna Covid-19 frá upphafi kórónuveirufaraldursins nemur um 2,5 milljörðum króna. Á sama tíma hafa tekjurnar numið um 2 milljörðum og eftir standa 460 milljónir sem hafa fallið á ríkissjóð. 8. desember 2021 10:21