Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2022 22:17 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins. Samsett Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra verða jarðgöng í Súðavíkurhlíð hluti af næstu samgönguáætlun hans. Sem og jarðgöng annars staðar þar sem stórhættulegir vegakaflar eru á Íslandi og fólk er í lífshættu að fara úr og í vinnu,“ spurði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði vegabótum hafa verið forgangsraðað eftir áhættusvæðum og þeir staðir væru margir á Íslandi. Til að mynda hafi verið ráðist í tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi vegna þess að þar væru líkur á banaslysum miklar. „Og það er ástæðan fyrir þeirri forgangsröðun sem er í núgildandi samgönguáætlun. Við höfum hins vegar sett af stað jarðgangnaáætlun sem Vegagerðin hefur verið að vinna að. Þar á meðal eru að sjálfsögðu jarðgöng við Súðavík. Það eru fleiri jarðgöng sem er verið að horfa í þar. Þessi vinna verður eðlilega hluti af næstu samgönguáætlun,“ sagði Sigurður Ingi. Stefnt væri að því að unnið væri að gerð að minnsta kosti einnra jarðgangna hverju sinni og jafnvel fleiri. Vilja hefja undirbúning strax Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að gögnin verði sett í núgildandi samgönguáætlun sem gildir til ársins 2034. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hefja undirbúning að gangagerðinni strax. „Það kom fram í svari innviðaráðherra að það væru bara ein göng í einu á dagskrá en það er pólitísk ákvörðun. Náttúruhamfarir eru eitthvað sem gerast, snjóflóð, grjóthrun og við þurfum að bregðast við því,“ sagði Helga Vala í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur eftir umræddum göngum og nú þurfi stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga í verkið. Helga Vala trúir því að almennur stuðningur sé við þetta í þinginu og það sé öllum ljóst hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar þjóðvegurinn lokast. Samgöngur Ísafjarðarbær Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Ég spyr því hæstvirtan ráðherra verða jarðgöng í Súðavíkurhlíð hluti af næstu samgönguáætlun hans. Sem og jarðgöng annars staðar þar sem stórhættulegir vegakaflar eru á Íslandi og fólk er í lífshættu að fara úr og í vinnu,“ spurði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði vegabótum hafa verið forgangsraðað eftir áhættusvæðum og þeir staðir væru margir á Íslandi. Til að mynda hafi verið ráðist í tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi vegna þess að þar væru líkur á banaslysum miklar. „Og það er ástæðan fyrir þeirri forgangsröðun sem er í núgildandi samgönguáætlun. Við höfum hins vegar sett af stað jarðgangnaáætlun sem Vegagerðin hefur verið að vinna að. Þar á meðal eru að sjálfsögðu jarðgöng við Súðavík. Það eru fleiri jarðgöng sem er verið að horfa í þar. Þessi vinna verður eðlilega hluti af næstu samgönguáætlun,“ sagði Sigurður Ingi. Stefnt væri að því að unnið væri að gerð að minnsta kosti einnra jarðgangna hverju sinni og jafnvel fleiri. Vilja hefja undirbúning strax Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að gögnin verði sett í núgildandi samgönguáætlun sem gildir til ársins 2034. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hefja undirbúning að gangagerðinni strax. „Það kom fram í svari innviðaráðherra að það væru bara ein göng í einu á dagskrá en það er pólitísk ákvörðun. Náttúruhamfarir eru eitthvað sem gerast, snjóflóð, grjóthrun og við þurfum að bregðast við því,“ sagði Helga Vala í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur eftir umræddum göngum og nú þurfi stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga í verkið. Helga Vala trúir því að almennur stuðningur sé við þetta í þinginu og það sé öllum ljóst hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar þjóðvegurinn lokast.
Samgöngur Ísafjarðarbær Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52