Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing Snorri Másson skrifar 21. janúar 2022 12:03 Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis segir fleiri ánægða en óánægða með umdeilda auglýsingu fyrirtækisins á þorramat. Kirkjunnar menn eru klofnir í fylkingar. Vísir/Kjarnafæði Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Það er bóndadagur. Matvælaframleiðendur reyna að selja þorramatinn heim vegna samkomutakmarkana og áríðandi að koma skilaboðum til neytenda, en auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Kjarnafæði valdi umdeilda leið í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus. Við heyrum í Helen Símonarson leikkonu í brotinu hér að neðan. Þetta er hneykslanlegur munnsöfnuður í útvarpi að mati margra á samfélagsmiðlum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga blandar sér í umræðuna á Facebook og skrifar: „Fyrirtækin virðast skilja blótsyrðin og bölvið sem matarblót. Fyrirtækinu til skammar,“ segir þar. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segir í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Með okkar fólki segist hann eiga við fólk sem tengist samtökunum og að margt sé það sannarlega kirkjunnar fólk. Munnsöfnuðurinn tímabundinn Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis kveðst feginn að fleiri virðist ánægðir en óánægðir með auglýsinguna. Skiljanlega sé þó meining aldrei að fólki mislíki heiftarlega auglýsingar fyrirtækisins. „Við verðum bara að fá að leggja mat á það eftir herferðina hvort við höfum gengið of langt eða ekki. Í þessu augnabliki finnst mér ekki. Það verða smá breytingar á auglýsingunum þegar það fer að líða. Þessi munnsöfnuður tekur stutt yfir og við biðjumst velvirðingar ef fólki hefur mislíkað okkar auglýsing,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Rétt er að gera grein fyrir því að íslensk klerkastétt er ekki öll eins og hún leggur sig hneyksluð á auglýsingunni. Öðru nær, séra Hjálmar Jónsson fyrrverandi dómkirkjuprestur er hrifinn, ef marka má vísu sem hann setti saman af tilefninu: Norðlenska kikkið ég klárlega finn, kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður, hálfvitinn þinn, hakkaðu í þig slátur og punga. Hér að neðan er færsla frá manni sem er sannarlega ósáttur við auglýsinguna og hið sama gildir um flesta sem gera athugasemd við færsluna. Þorrablót Þorramatur Auglýsinga- og markaðsmál Þjóðkirkjan Bóndadagur Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Það er bóndadagur. Matvælaframleiðendur reyna að selja þorramatinn heim vegna samkomutakmarkana og áríðandi að koma skilaboðum til neytenda, en auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Kjarnafæði valdi umdeilda leið í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus. Við heyrum í Helen Símonarson leikkonu í brotinu hér að neðan. Þetta er hneykslanlegur munnsöfnuður í útvarpi að mati margra á samfélagsmiðlum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga blandar sér í umræðuna á Facebook og skrifar: „Fyrirtækin virðast skilja blótsyrðin og bölvið sem matarblót. Fyrirtækinu til skammar,“ segir þar. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segir í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Með okkar fólki segist hann eiga við fólk sem tengist samtökunum og að margt sé það sannarlega kirkjunnar fólk. Munnsöfnuðurinn tímabundinn Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis kveðst feginn að fleiri virðist ánægðir en óánægðir með auglýsinguna. Skiljanlega sé þó meining aldrei að fólki mislíki heiftarlega auglýsingar fyrirtækisins. „Við verðum bara að fá að leggja mat á það eftir herferðina hvort við höfum gengið of langt eða ekki. Í þessu augnabliki finnst mér ekki. Það verða smá breytingar á auglýsingunum þegar það fer að líða. Þessi munnsöfnuður tekur stutt yfir og við biðjumst velvirðingar ef fólki hefur mislíkað okkar auglýsing,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Rétt er að gera grein fyrir því að íslensk klerkastétt er ekki öll eins og hún leggur sig hneyksluð á auglýsingunni. Öðru nær, séra Hjálmar Jónsson fyrrverandi dómkirkjuprestur er hrifinn, ef marka má vísu sem hann setti saman af tilefninu: Norðlenska kikkið ég klárlega finn, kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður, hálfvitinn þinn, hakkaðu í þig slátur og punga. Hér að neðan er færsla frá manni sem er sannarlega ósáttur við auglýsinguna og hið sama gildir um flesta sem gera athugasemd við færsluna.
Þorrablót Þorramatur Auglýsinga- og markaðsmál Þjóðkirkjan Bóndadagur Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira