Þættirnir heita einfaldlega Griselda og fjalla um þann tíma sem hún stjórnaði allri kókaínumferð Medellin í Miami í meira en tvo áratugi.
Sofia og Griselda eru vissulega báðar frá Kólumbíu en eru ekki líkar í útliti. Þarf förðunarteymi Netflix að beita ýmsum göldrum til þess að breyta útliti Sofiu fyrir þættina.
Sofia Vergara stars as Griselda Blanco in a new limited series inspired by the Colombian businesswoman who created one of the most profitable cartels in history, which led to her being known as the Godmother FIRST LOOK: pic.twitter.com/43ftcEZN57
— Netflix (@netflix) January 19, 2022
Margir fagna því að leikkona frá Kólumbíu hafi fengið hlutverkið. Einhver gekk svo langt að segja að þær gætu veriið tvíburar. Annar svaraði þá að væru jafn líkar og leikararnir Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito voru sem tvíburarnir í myndinni Twins.

Aðdáendur leikkonunnar eru margir spenntir að sjá hana tækla aðeins alvarlegra hlutverk en í Modern Family. Netflix hefur ekki gefið út hvenær þættirnir verða aðgengilegir áskrifendum.