Birta og Kári ætla sér stóra hluti hjá Heimdalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 14:37 Kári og Birta ætla sér æðstu stöður hjá Heimdalli. Aðsend Birta Karen Tryggvadóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 27. janúar næstkomandi. Kári Freyr Kristinsson gefur kost á sér í embætti varaformanns. Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að Birta Karen er 21 árs og er á þriðja ári í hagfræði við Háskóla Íslands, hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2019. Birta hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, innan sem og utan flokksins. Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og situr nú í framkvæmdastjórn SUS. Auk þess hefur hún tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Háskóla Íslands, hún meðal annars sat í ritstjórn Stúdentablaðsins 2019 - 2020, var formaður Ökonomiu - félags hagfræðinema við HÍ 2020 - 2021 og er núverandi forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta. Samhliða námi starfar hún sem aðstoðarkennari innan hagfræðideildar HÍ. Kári Freyr Kristinsson er 19 ára og er á þriðja ári á viðskiptabraut við Verzlunarskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum félagsstörfum í gegnum tíðina. Í Verzlunarskólanum hefur hann setið í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu en í dag gegnir hann embætti forseta Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Ásamt því situr hann í stjórn Skrekks. Innan Sjálfstæðisflokksins situr Kári í stjórn SUS. Samhliða þessu hefur hann unnið á fjölmörgum stöðum eins og leikskóla, frístundaheimili og sem jafningjafræðari. Bæði Birta og Kári skipuðu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum og tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. „Framundan eru stór verkefni hjá Heimdalli, sveitarstjórnarkosningar eru framundan og verður það stór áskorun en í þeim felast þó síður ekki tækifæri - tækifæri til að kynna Sjálfstæðisstefnuna fyrir ungu fólki. Framboðið leggur áherslu á að Heimdallur verði vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að kynnast starfi flokksins og vill taka þátt í pólitískri umræðu. Auk þess er starfið ekki síður mikilvægt til að veita kjörnum fulltrúum aðhald og halda grunngildum sjálfstæðisstefnunnar á lofti,“ segir í tilkynningunni. Auk Birtu og Kára bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli: Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands Til viðbótar bjóða fjórir einstaklingar sig fram í varastjórn Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira
Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að Birta Karen er 21 árs og er á þriðja ári í hagfræði við Háskóla Íslands, hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2019. Birta hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, innan sem og utan flokksins. Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og situr nú í framkvæmdastjórn SUS. Auk þess hefur hún tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Háskóla Íslands, hún meðal annars sat í ritstjórn Stúdentablaðsins 2019 - 2020, var formaður Ökonomiu - félags hagfræðinema við HÍ 2020 - 2021 og er núverandi forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta. Samhliða námi starfar hún sem aðstoðarkennari innan hagfræðideildar HÍ. Kári Freyr Kristinsson er 19 ára og er á þriðja ári á viðskiptabraut við Verzlunarskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum félagsstörfum í gegnum tíðina. Í Verzlunarskólanum hefur hann setið í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu en í dag gegnir hann embætti forseta Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Ásamt því situr hann í stjórn Skrekks. Innan Sjálfstæðisflokksins situr Kári í stjórn SUS. Samhliða þessu hefur hann unnið á fjölmörgum stöðum eins og leikskóla, frístundaheimili og sem jafningjafræðari. Bæði Birta og Kári skipuðu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum og tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. „Framundan eru stór verkefni hjá Heimdalli, sveitarstjórnarkosningar eru framundan og verður það stór áskorun en í þeim felast þó síður ekki tækifæri - tækifæri til að kynna Sjálfstæðisstefnuna fyrir ungu fólki. Framboðið leggur áherslu á að Heimdallur verði vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að kynnast starfi flokksins og vill taka þátt í pólitískri umræðu. Auk þess er starfið ekki síður mikilvægt til að veita kjörnum fulltrúum aðhald og halda grunngildum sjálfstæðisstefnunnar á lofti,“ segir í tilkynningunni. Auk Birtu og Kára bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli: Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands Til viðbótar bjóða fjórir einstaklingar sig fram í varastjórn Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Sjá meira