Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2022 19:09 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ætlar að freista þess að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna í þriðja sinn á Alþingi í vikunni. Frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra svipaðs efnis dagaði uppi í nefnd á Alþingi rétt fyrir kosningar. Málið er þingmönnum því greinilega erfitt þótt stuðningur við það sé mikill úti í þjóðfélaginu og innan flestra flokka. Skálað með löglegum neysluskömmtum í Kryddsíld Stöðvar 2. Halldóra Mogensen vill einnig lögleiða neysluskammta ávana- og fíkniefna.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem afglæpavæðingin hefur verið prufuð að þetta fækkar dauðsföllum vegna ofneyslu vímuefna. Þetta dregur úr skaðanum sem verður af vímuefnaneyslu. Við ættum frekar að spyrja okkur hvers vegna að halda áfram með refsistefnu sem hefur sýnt okkur eftir áratuga reynslu að virkar ekki. Skilar ekki tilætluðum árangri heldur veldur skaða,“ sagði Halldóra í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Willum Þór Þórsson núverandi heilbrigðisráðherra stefnir að því að leggja sjálfur fram frumvarp í þessum efnum eins og Svandís Svavarsdóttir gerði þegar hún var heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að þá lægi einnig fyrir frumvarp frá Halldóru og fleirum. Hann hefur kallað saman hóp fólks sem kemur að þessum málum og fulltrúa lögreglu sem sagt hafa erfitt að skilgreina neysluskammta. Það hafi kannski að hans mati komið í veg fyrir afgreiðslu málsins síðast liðið vor. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki samkomulag við Halldóru Mogensen og fleiri þingmenn um sameiginlegt frumvarp um lögleiðingu neysluskammta.Vísir/Vilhelm „Við verðum að hlusta á þá sem eru á vettvangi að vinna með þessa hluti til að leiða okkur áfram með þetta. Ef það kemur betrumbætt inn í þingið er hægt að finna lausn á því. Þá tel ég að það eigi greiðari leið.” En væri það ekki í anda góðrar samvinnu að sameinast um eitt frumvarp þannig að þetta sé ekki eitthvað þvælumál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem stuðningurinn virðist liggja víða í flokkum? „Jú auðvitað getur það alveg þróast þangað. Það gerist oft, sem betur fer,“ segir Willum Þór Þórsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mælti fyrir frumvarpi um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna í þriðja sinn á Alþingi í vikunni. Frumvarp fyrrverandi heilbrigðisráðherra svipaðs efnis dagaði uppi í nefnd á Alþingi rétt fyrir kosningar. Málið er þingmönnum því greinilega erfitt þótt stuðningur við það sé mikill úti í þjóðfélaginu og innan flestra flokka. Skálað með löglegum neysluskömmtum í Kryddsíld Stöðvar 2. Halldóra Mogensen vill einnig lögleiða neysluskammta ávana- og fíkniefna.Vísir/Vilhelm „Það hefur sýnt sig í þeim löndum þar sem afglæpavæðingin hefur verið prufuð að þetta fækkar dauðsföllum vegna ofneyslu vímuefna. Þetta dregur úr skaðanum sem verður af vímuefnaneyslu. Við ættum frekar að spyrja okkur hvers vegna að halda áfram með refsistefnu sem hefur sýnt okkur eftir áratuga reynslu að virkar ekki. Skilar ekki tilætluðum árangri heldur veldur skaða,“ sagði Halldóra í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Willum Þór Þórsson núverandi heilbrigðisráðherra stefnir að því að leggja sjálfur fram frumvarp í þessum efnum eins og Svandís Svavarsdóttir gerði þegar hún var heilbrigðisráðherra þrátt fyrir að þá lægi einnig fyrir frumvarp frá Halldóru og fleirum. Hann hefur kallað saman hóp fólks sem kemur að þessum málum og fulltrúa lögreglu sem sagt hafa erfitt að skilgreina neysluskammta. Það hafi kannski að hans mati komið í veg fyrir afgreiðslu málsins síðast liðið vor. Heilbrigðisráðherra útilokar ekki samkomulag við Halldóru Mogensen og fleiri þingmenn um sameiginlegt frumvarp um lögleiðingu neysluskammta.Vísir/Vilhelm „Við verðum að hlusta á þá sem eru á vettvangi að vinna með þessa hluti til að leiða okkur áfram með þetta. Ef það kemur betrumbætt inn í þingið er hægt að finna lausn á því. Þá tel ég að það eigi greiðari leið.” En væri það ekki í anda góðrar samvinnu að sameinast um eitt frumvarp þannig að þetta sé ekki eitthvað þvælumál á milli stjórnar og stjórnarandstöðu þar sem stuðningurinn virðist liggja víða í flokkum? „Jú auðvitað getur það alveg þróast þangað. Það gerist oft, sem betur fer,“ segir Willum Þór Þórsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30 Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00 Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Fíkn er sjúkdómur! Að sópa rykinu undir teppið er mörgum tamt ef ekki á að þrífa almennilega. Skyndilausnir henta stjórnmálamönnum yfirleitt betur heldur en framtíðarsýn og lausnir sem taka langan tíma. 11. febrúar 2021 12:30
Stjórnarmeirihluti í afneitun vegna afglæpavæðingar Eitt síðasta verk stjórnarliða á Alþingi var að fella frumvarp Pírata um afnám refsinga vegna vörslu neysluskammta vímuefna. 5. júlí 2020 09:00
Frumvörp um afglæpavæðingu neysluskammta og neyslurými merki um viðhorfsbreytingu „Við Íslendingar höfum ekki verið neitt gríðarlega dugleg eða hugrökk þegar kemur að svona stefnubreytingum. Við höfum oft verið að fylgja því hvað löndin í kring um okkur eru að gera,“ segir Halldóra Mogensen formaður þingflokks Pírata. 18. maí 2020 06:30