„Hann er einn besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 11:01 Harry Kane segir að Tottenham verði að notfæra sér það að Antonio Conte sé tekinn við liðinu til að koma s´r aftur meðal bestu liða á Englandi. Ryan Pierse/Getty Images Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu. Tottenham heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Antonio Conte, þjálfari Tottenham, þjálfaði Chelsea frá 2016 til 2018. Harry Kane segir að liðið verði að nýta sér það að eins góður stjóri og Conte sé við stjórnvölin til að koma sér aftur í hóp þeirra bestu á Englandi, og tryggja sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á ný. „Hann er einn besti þjálfari í heimi,“ sagði Kane um Ítalska knattspyrnustjórann í samtali við Sky Sports. „Við höfum ekki alveg náð þeim hæðum sem við sem klúbbur höfðum vonast eftir á seinustu árum. Þetta er stórt tækifæri til að nýta það sem við höfum í höndunum.“ „Hann er þjálfari sem krefst mikils af þér. Hann er að gera allt sem í hans valdi stendur og sem leikmenn höfum við svarað því mjög vel. Það eru allir að leggja eins hart að sér og þeir geta til að ná árangri. Það er aðalmarkmið allra hjá félaginu.“ 🗣 "We need to take advantage of having one of the best managers in the world." 🌍#THFC's Harry Kane speaks on the impact Antonio Conte has had since joining the club 👇 pic.twitter.com/rSXbMJEXzg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 23, 2022 Síðan Tottenham komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 hafa margir lykilmenn liðsins horfið á braut og þeir leikmenn sem hafa komið í staðinn átt erfitt með að fylla í þau skörð sem skilin voru eftir. Nú er rétt rúm vika eftir af félagskiptaglugganum í janúar, en Kane hefur litlar áhyggjur af því, en segir þó að liðið þurfi að passa sig að falla ekki enn lengra aftur úr. „Leikmenn koma og fara og stundum hefur það slæm áhrif á liðið. Þjálfarar koma líka og fara og það tekur tíma að aðlagast.“ „Staðreyndin er sú að það eru svo mörg góð lið að reyna að brjótast upp í þessi efstu sex sæti, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það eru allavega átta eða níu lið að berjast um þessi sæti.“ „Ef þú klikkar á einum eða tveim hlutum þá geturðu fallið svolítið aftur úr og það er kannski það sem kom fyrir okkur. Þannig að við þurfum að passa okkur að falla ekki enn lengra aftur úr,“ „Okkur líður eins og við getum gert það, sérstaklega eftir að Conte tók við,“ sagði Kane að lokum. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira
Tottenham heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en Antonio Conte, þjálfari Tottenham, þjálfaði Chelsea frá 2016 til 2018. Harry Kane segir að liðið verði að nýta sér það að eins góður stjóri og Conte sé við stjórnvölin til að koma sér aftur í hóp þeirra bestu á Englandi, og tryggja sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á ný. „Hann er einn besti þjálfari í heimi,“ sagði Kane um Ítalska knattspyrnustjórann í samtali við Sky Sports. „Við höfum ekki alveg náð þeim hæðum sem við sem klúbbur höfðum vonast eftir á seinustu árum. Þetta er stórt tækifæri til að nýta það sem við höfum í höndunum.“ „Hann er þjálfari sem krefst mikils af þér. Hann er að gera allt sem í hans valdi stendur og sem leikmenn höfum við svarað því mjög vel. Það eru allir að leggja eins hart að sér og þeir geta til að ná árangri. Það er aðalmarkmið allra hjá félaginu.“ 🗣 "We need to take advantage of having one of the best managers in the world." 🌍#THFC's Harry Kane speaks on the impact Antonio Conte has had since joining the club 👇 pic.twitter.com/rSXbMJEXzg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 23, 2022 Síðan Tottenham komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019 hafa margir lykilmenn liðsins horfið á braut og þeir leikmenn sem hafa komið í staðinn átt erfitt með að fylla í þau skörð sem skilin voru eftir. Nú er rétt rúm vika eftir af félagskiptaglugganum í janúar, en Kane hefur litlar áhyggjur af því, en segir þó að liðið þurfi að passa sig að falla ekki enn lengra aftur úr. „Leikmenn koma og fara og stundum hefur það slæm áhrif á liðið. Þjálfarar koma líka og fara og það tekur tíma að aðlagast.“ „Staðreyndin er sú að það eru svo mörg góð lið að reyna að brjótast upp í þessi efstu sex sæti, sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Það eru allavega átta eða níu lið að berjast um þessi sæti.“ „Ef þú klikkar á einum eða tveim hlutum þá geturðu fallið svolítið aftur úr og það er kannski það sem kom fyrir okkur. Þannig að við þurfum að passa okkur að falla ekki enn lengra aftur úr,“ „Okkur líður eins og við getum gert það, sérstaklega eftir að Conte tók við,“ sagði Kane að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sjá meira