Enrique og Lopetegui á lista United Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 20:00 Luis Enrique hefur komið spænska landsliðinu á rétta braut og liðið rétt missti af úrslitaleiknum á EM eftir tap gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni. Getty/Jose Luis Contreras Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Spánar eru á fjögurra manna lista Manchester United yfir þá sem forráðamenn félagsins íhuga að ráða sem næsta knattspyrnustjóra. Þjóðverjinn Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra United út leiktíðina eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Í sumar skiptir Rangnick svo um starf og verður ráðgjafi fyrir enska félagið. Stjóraleit United hefur því staðið yfir síðustu mánuði og samkvæmt hinum virta miðli The Athletic er United núna að hefja ráðningarferlið. Annar að gera góða hluti með spænska landsliðið en hinn rekinn þaðan fyrir að semja við Real Fjórir valkostir koma til greina, samkvæmt The Athletic. Lengi hefur verið vitað að Mauricio Pochettino, sem stýrir PSG, og Erik ten Hag hjá Ajax væru á listanum, en þar eru einnig tveir Spánverjar, þeir Luis Enrique og Julen Lopetegui. Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá árinu 2018, með stuttu hléi vegna veikinda dóttur sinnar sem lést úr krabbameini aðeins 9 ára gömul í ágúst 2019. Enrique kom Spáni í undanúrslit á EM síðasta sumar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi meisturum Ítalíu. Lopetegui er stjóri Sevilla og stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Hann var landsliðsþjálfari Spánar frá 2016-2018 en var rekinn örfáum dögum áður en Spánn hóf keppni á HM, eftir að upp komst að hann hefði gert samkomulag við Real Madrid um að taka við liðinu. Hann entist aðeins rétt rúma tvo mánuði í starfi hjá Madrid. United vann West Ham 1-0 um helgina, með sigurmarki Marcus Rashford á síðustu stundu, og er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Þjóðverjinn Ralf Rangnick var ráðinn til að stýra United út leiktíðina eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Í sumar skiptir Rangnick svo um starf og verður ráðgjafi fyrir enska félagið. Stjóraleit United hefur því staðið yfir síðustu mánuði og samkvæmt hinum virta miðli The Athletic er United núna að hefja ráðningarferlið. Annar að gera góða hluti með spænska landsliðið en hinn rekinn þaðan fyrir að semja við Real Fjórir valkostir koma til greina, samkvæmt The Athletic. Lengi hefur verið vitað að Mauricio Pochettino, sem stýrir PSG, og Erik ten Hag hjá Ajax væru á listanum, en þar eru einnig tveir Spánverjar, þeir Luis Enrique og Julen Lopetegui. Enrique hefur stýrt spænska landsliðinu frá árinu 2018, með stuttu hléi vegna veikinda dóttur sinnar sem lést úr krabbameini aðeins 9 ára gömul í ágúst 2019. Enrique kom Spáni í undanúrslit á EM síðasta sumar þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn verðandi meisturum Ítalíu. Lopetegui er stjóri Sevilla og stýrði liðinu til sigurs í Evrópudeildinni árið 2020. Hann var landsliðsþjálfari Spánar frá 2016-2018 en var rekinn örfáum dögum áður en Spánn hóf keppni á HM, eftir að upp komst að hann hefði gert samkomulag við Real Madrid um að taka við liðinu. Hann entist aðeins rétt rúma tvo mánuði í starfi hjá Madrid. United vann West Ham 1-0 um helgina, með sigurmarki Marcus Rashford á síðustu stundu, og er sem stendur í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira