„Ég segi bara húrra Ísland“ Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 13:06 Bubbi telur söluna vera þroskamerki fyrir íslenskan tónlistariðnað. Vísir/vilhelm Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út. Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music. Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Bubbi Morthens er einn af þekktustu tónlistarmönnunum Öldu Music en hann var áður með útgáfusamning við forvera fyrirtækisins á borð við Senu og Skífuna. Hann segir að salan á Öldu séu risastórar fréttir fyrir íslenska tónlistarmenn og mjög jákvæð þróun. „Það eina sem ég held að breytist með þessari sölu er að það er komin bein leið út í hinn stóra heim fyrir íslenskt tónlistarfólk sem hefur áhuga á því að slá í gegn út í heimi. Þetta styttir leiðina þeirra og skilur eftir peninga í landinu ef einhverjir ná í samninga og svo framvegis. Ég held að þetta sé bara mjög gott fyrir íslenskt tónlistarlíf hvernig sem á þetta er litið,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Hann hefur engar áhyggjur af því íslensk tónlistarútgáfa geti týnst inn í alþjóðlegu stórfyrirtæki sem gefi út tónlist margra stærstu tónlistarmanna nútímans. Fjárfesting Universal Music hljóti að þýða að stjórnendur sjái verðmæti í íslenskri tónlist. „Ég er sennilega með stærsta katalóginn innan veggja þessa fyrirtækis og ég hef núll áhyggjur. Ég er alíslenskur og lögin mín geta farið hvert sem þau vilja ef einhver hefur áhuga á því,“ segir Bubbi. Segir vendingarnar þær jákvæðustu síðan Steinar hætti „Ég held að íslenskur tónlistariðnaður geti bara klappað saman höndum. Það er ekkert nema jákvætt við þetta, ég segi bara húrra Ísland og íslenskur tónlistariðnaður að stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á heimsvísu sjái allt í einu að hér á Íslandi séu faldir og óslípaðir gimsteinar og tónlistarfólk á heimsmælikvarða sem þeir hugsa sér eflaust gott til glóðarinnar að slái í gegn.“ Þá segir Bubbi söluna vera það jákvæðasta sem hafi gerst í íslensku tónlistarlífi frá því að „Steinar Berg, Jón Ólafsson og fleiri fóru út af markaði.“ Steinar Berg Ísleifsson og Bubbi hafa lengi eldað grátt silfur en tónlistarmaðurinn hefur sakað útgáfufyrirtækið Steinar hf. um vafasama viðskiptahætti í tengslum við útgáfu á tónlist Ego og Utangarðsmanna á níunda áratugnum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og Ríkisútvarpið til að greiða Steinari 250 þúsund krónur í miskabætur árið 2018 vegna ákveðinna ummæla hans um útgáfufyrirtækið. Seldi aldrei höfundaréttinn Bubbi keypti útgáfuréttinn á tónlist sinni af útgáfufyrirtæki sínu á árunum fyrir hrun og setti í Hugverkasjóð Bubba Morthens sem var seldur til Sjóvá, fyrir tilstilli Glitnis. Sjóðurinn var metinn á tugi milljóna króna og fékk Bubbi greidda út væna upphæð sem var borguð til baka með framtíðartekjum af tónlistinni. Höfundaréttur var þó áfram í eigu Bubba enda hluti hans óframseljanlegur. Sjóðurinn komst í eigu Straums fjárfestingarbanka og í millitíðinni gáfu fleiri vinsælir íslenskir tónlistarmenn út sambærileg skuldabréf. Síðar fékk Bubbi útgáfuréttinn að verkum sínum til baka og er hann nú hjá Öldu Music.
Tónlist Kaup og sala fyrirtækja Menning Tengdar fréttir Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan. 24. janúar 2022 10:10