EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2022 23:30 Ísland tapaði með minnsta mun gegn Króatíu í dag. Kolektiff Images/DeFodi Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. Ísland mætir Svartfjallalandi á miðvikudaginn og verður að vinna þann leik til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Íslenska liðið þarf einnig að treysta á frændur vora Dani sem mæta Frökkum í lokaleik milliriðilsins. Í þættinum, sem hlusta má hér að neðan, er farið yfir víðan völl. Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku, var á línunni og ræddi tapið súra. „Frekar dauf leikhlé“ „Það var ofboðslega pirrandi þegar það voru tíu sekúndur eftir að vera ekki með leikhlé en samt skildi maður Gumma (Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara) að hafa tekið leikhlé á þessum tímum sem hann gerði,“ byrjaði Stefán Árni á að segja. „Gummi var mjög hræddur á þessum tíma að þessum tíma að leikurinn væri að sigla frá okkur. Hann var bara að reyna að stoppa þetta einhvern veginn, ég skil það og er mjög sammála því,“ sagði Ásgeir Örn og hélt svo áfram. „Mér fannst samt þegar þessi leikhlé voru tekin þá voru þetta frekar dauf leikhlé. Ég hefði viljað fá leikmenn til að rífa þetta upp. Þetta voru ekki leikhlé sem snerust bara um að koma með einhverja taktíska snilld heldur stoppum þetta aðeins, öndum aðeins og blásum okkur í brjóst og gírum okkur upp í síðasta korterið. Fannst það örlítið vanta, frá Gumma og sérstaklega frá leikmönnunum.“ „Ég er alveg sammála þér en í ljósi þess hversu þreyttir þeir virtust vera þá held ég að þeir hafi ekki haft krafta í þetta. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir að taka af skarið og peppa hvorn annan upp. Ég held að þeir hafi bara verið á felgunni, þeir þurftu bara að blása. Þá þarf einhver annar að koma með þetta, getur ekki ætlast til að Ýmir (Örn Gíslason), Ómar (Ingi Magnússon) eða þeir sem eru alltaf inn á vellinum séu líka með auka orku í leikhléi. Þarna hefði kannski Gummi eða einhverjir aðrir koma með eitthvað,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en hann ræddi síðustu sókn leiksins. „Lokasóknin hræðileg“ „Ég hefði samt viljað sjá þessa síðustu sókn betur útfærða. Við höfum ekki nema 10-12 sekúndur og Ómar Ingi dregur þetta aðeins niður. Maður hefði viljað bara keyra á þetta, þá hefðu þeir mögulega ekki verið alveg tilbúnir. Ég hefði viljað taka hraða miðju og keyra á þetta.“ „Ef við tölum bara íslensku þá var lokasóknin hræðileg. Ýmir er til dæmis að hlaupa út af vellinum þegar hann fattar að hvað það er lítið eftir, snýr við og hleypur aftur inn á völlinn. Það er ekkert skipulag í gangi. Ómar í einhverri örvæntingu þarf að fara í þetta skot,“ sagði Stefán Árni um lokasókn leiksins. „Ég hef fyrirgef þeim en þeir hefðu átt að vera áræðnari á markið,“ sagði Ásgeir Örn áður en Róbert átti lokaorðið. „Það hafa margir reynt að æfa einhver lokakerfi, það kemur aldrei neitt út úr því. Veit ég er að alhæfa en eins og ég sagði, takið hraða miðju, reynið að taka eina klippingu og sjá hvort það opnist niður í horn. Mér fannst vanta smá greddu þarna í lokin.“ Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Einkunnir eftir tapið sára gegn Krótöum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Ísland mætir Svartfjallalandi á miðvikudaginn og verður að vinna þann leik til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Íslenska liðið þarf einnig að treysta á frændur vora Dani sem mæta Frökkum í lokaleik milliriðilsins. Í þættinum, sem hlusta má hér að neðan, er farið yfir víðan völl. Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku, var á línunni og ræddi tapið súra. „Frekar dauf leikhlé“ „Það var ofboðslega pirrandi þegar það voru tíu sekúndur eftir að vera ekki með leikhlé en samt skildi maður Gumma (Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara) að hafa tekið leikhlé á þessum tímum sem hann gerði,“ byrjaði Stefán Árni á að segja. „Gummi var mjög hræddur á þessum tíma að þessum tíma að leikurinn væri að sigla frá okkur. Hann var bara að reyna að stoppa þetta einhvern veginn, ég skil það og er mjög sammála því,“ sagði Ásgeir Örn og hélt svo áfram. „Mér fannst samt þegar þessi leikhlé voru tekin þá voru þetta frekar dauf leikhlé. Ég hefði viljað fá leikmenn til að rífa þetta upp. Þetta voru ekki leikhlé sem snerust bara um að koma með einhverja taktíska snilld heldur stoppum þetta aðeins, öndum aðeins og blásum okkur í brjóst og gírum okkur upp í síðasta korterið. Fannst það örlítið vanta, frá Gumma og sérstaklega frá leikmönnunum.“ „Ég er alveg sammála þér en í ljósi þess hversu þreyttir þeir virtust vera þá held ég að þeir hafi ekki haft krafta í þetta. Við erum búnir að hrósa þeim fyrir að taka af skarið og peppa hvorn annan upp. Ég held að þeir hafi bara verið á felgunni, þeir þurftu bara að blása. Þá þarf einhver annar að koma með þetta, getur ekki ætlast til að Ýmir (Örn Gíslason), Ómar (Ingi Magnússon) eða þeir sem eru alltaf inn á vellinum séu líka með auka orku í leikhléi. Þarna hefði kannski Gummi eða einhverjir aðrir koma með eitthvað,“ bætti Róbert Gunnarsson við áður en hann ræddi síðustu sókn leiksins. „Lokasóknin hræðileg“ „Ég hefði samt viljað sjá þessa síðustu sókn betur útfærða. Við höfum ekki nema 10-12 sekúndur og Ómar Ingi dregur þetta aðeins niður. Maður hefði viljað bara keyra á þetta, þá hefðu þeir mögulega ekki verið alveg tilbúnir. Ég hefði viljað taka hraða miðju og keyra á þetta.“ „Ef við tölum bara íslensku þá var lokasóknin hræðileg. Ýmir er til dæmis að hlaupa út af vellinum þegar hann fattar að hvað það er lítið eftir, snýr við og hleypur aftur inn á völlinn. Það er ekkert skipulag í gangi. Ómar í einhverri örvæntingu þarf að fara í þetta skot,“ sagði Stefán Árni um lokasókn leiksins. „Ég hef fyrirgef þeim en þeir hefðu átt að vera áræðnari á markið,“ sagði Ásgeir Örn áður en Róbert átti lokaorðið. „Það hafa margir reynt að æfa einhver lokakerfi, það kemur aldrei neitt út úr því. Veit ég er að alhæfa en eins og ég sagði, takið hraða miðju, reynið að taka eina klippingu og sjá hvort það opnist niður í horn. Mér fannst vanta smá greddu þarna í lokin.“
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Seinni bylgjan Tengdar fréttir Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Einkunnir eftir tapið sára gegn Krótöum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00
Einkunnir eftir tapið sára gegn Krótöum: Hornamennirnir bestir en Viggó slakur Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með minnsta mun, 22-23, fyrir Króatíu í þriðja leik sínum í milliriðli á EM í dag. 24. janúar 2022 17:15
Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45
Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:50
Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti