Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2022 14:32 Einar keypti vændi af skjólstæðingi SÁÁ á árunum 2016 til 2018. Vísir/Vilhelm Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. Þetta segir í yfirlýsingu Rótarinnar um mál Einars, sem hún birti nú fyrir stuttu. Einar sagði af sér sem formaður SÁÁ í gær eftir að Stundin greindi frá því að hann hafi keypt vændi af skjólstæðingi SÁÁ. Einar sagði í yfirlýsingu í gær að hann hafi svarað auglýsingu konunnar á samfélagsmiðlum en í ljós kom í dag að hann hafði frumkvæði af samskiptunum um kaup á vændi. Rótin segir að í hópi þeirra sem nýti sér þjónustu SÁÁ, sem stjórnvöld hafi í rúm 40 ár treyst til að sjá um meginþorra heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vímuefnavanda, sé margt af jaðarsettasta fólki landsins og í ljósi þess valds sem stjórnvöld hafi fært SÁÁ í málaflokknum sé um fádæma siðleysi að ræða. Málið hafi sannarlega haft áhrif á störf Einars sem formanns, þrátt fyrir yfirlýsingu hans um hið gagnstæða að mati Rótarinnar. „Í fáum störfum hefur siðferðiskennd meira gildi en í störfum fyrir fólk með vímuefnavanda og jaðarsett fólk.“ „Þó að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að skipta sér af stjórnun frjálsra félagasamtaka hljótum við að gera þær kröfur að hjá þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu fyrir ríki og sveitarfélög ríki hvorki ógnarstjórn né annað ofbeldi og að faglegir ferlar séu til staðar til að taka á slíkum málum,“ segir í yfirlýsingu Rótarinnar. „Árið 2017 spurði Rótin stjórnendur SÁÁ um verkferla samtakanna varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi og var því svarað að þeirra væri ekki þörf. Það eru mikil vonbrigði að Embætti landlæknis hafi haft vitneskju um brotið í tvö ár án þess að aðhafast.“ Fram kom í frétt Stundarinnar um málið í morgun að Embætti landlæknis hafi borist tilkynning um málið árið 2020, þegar Einar var í framboði til formanns. Embætti landlæknis sagði þó í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu fyrr í dag að því hafi ekki borist tilkynning um málið, hvorki formlega né óformlega. Rótin segir að félagið hafi verið stofnað fyrir tæpum níu árum til að vinna að málum kvenna með vímuefnavanda en áður hafi stofnendur félagsins unnið að úrbótum í stefnu og meðferð kvenna innan SÁÁ, en að mati Rótarinnar hafi þá fljótlega komið í ljós að lítill áhugi væri á þeirri áfalla- og kynjamiðuðu nálgun sem nauðsynleg sé í meðferðarstarfi. „Rótin var stofnuð til að vinna þessum málum framgang en SÁÁ tekið illa í hugmyndir félagsins, gert lítið úr þeim og beitt þöggunartilburðum.“ Segir í yfirlýsingu Rótarinar að MeToo byltingin snúist um að breyta samfélaginu til hins betra, að hafna kerfum sem byggist á misnotkun valds. „Sá hörmulegi atburður að formaður samtaka, sem stjórnvöld hafa gefið vald yfir fólki með vímuefnavanda, er ekki óheppileg tilviljun heldur hlekkur í langri keðju. Þessi keðja rofnar ekki nema farið sé í markvissar aðgerðir til að uppræta ofbeldismenninguna. “ Ólga innan SÁÁ Fíkn Félagasamtök Vændi Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12 Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður af starfsmanni SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu Rótarinnar um mál Einars, sem hún birti nú fyrir stuttu. Einar sagði af sér sem formaður SÁÁ í gær eftir að Stundin greindi frá því að hann hafi keypt vændi af skjólstæðingi SÁÁ. Einar sagði í yfirlýsingu í gær að hann hafi svarað auglýsingu konunnar á samfélagsmiðlum en í ljós kom í dag að hann hafði frumkvæði af samskiptunum um kaup á vændi. Rótin segir að í hópi þeirra sem nýti sér þjónustu SÁÁ, sem stjórnvöld hafi í rúm 40 ár treyst til að sjá um meginþorra heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vímuefnavanda, sé margt af jaðarsettasta fólki landsins og í ljósi þess valds sem stjórnvöld hafi fært SÁÁ í málaflokknum sé um fádæma siðleysi að ræða. Málið hafi sannarlega haft áhrif á störf Einars sem formanns, þrátt fyrir yfirlýsingu hans um hið gagnstæða að mati Rótarinnar. „Í fáum störfum hefur siðferðiskennd meira gildi en í störfum fyrir fólk með vímuefnavanda og jaðarsett fólk.“ „Þó að það sé ekki hlutverk stjórnvalda að skipta sér af stjórnun frjálsra félagasamtaka hljótum við að gera þær kröfur að hjá þeim aðilum sem veita heilbrigðisþjónustu fyrir ríki og sveitarfélög ríki hvorki ógnarstjórn né annað ofbeldi og að faglegir ferlar séu til staðar til að taka á slíkum málum,“ segir í yfirlýsingu Rótarinnar. „Árið 2017 spurði Rótin stjórnendur SÁÁ um verkferla samtakanna varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi og var því svarað að þeirra væri ekki þörf. Það eru mikil vonbrigði að Embætti landlæknis hafi haft vitneskju um brotið í tvö ár án þess að aðhafast.“ Fram kom í frétt Stundarinnar um málið í morgun að Embætti landlæknis hafi borist tilkynning um málið árið 2020, þegar Einar var í framboði til formanns. Embætti landlæknis sagði þó í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu fyrr í dag að því hafi ekki borist tilkynning um málið, hvorki formlega né óformlega. Rótin segir að félagið hafi verið stofnað fyrir tæpum níu árum til að vinna að málum kvenna með vímuefnavanda en áður hafi stofnendur félagsins unnið að úrbótum í stefnu og meðferð kvenna innan SÁÁ, en að mati Rótarinnar hafi þá fljótlega komið í ljós að lítill áhugi væri á þeirri áfalla- og kynjamiðuðu nálgun sem nauðsynleg sé í meðferðarstarfi. „Rótin var stofnuð til að vinna þessum málum framgang en SÁÁ tekið illa í hugmyndir félagsins, gert lítið úr þeim og beitt þöggunartilburðum.“ Segir í yfirlýsingu Rótarinar að MeToo byltingin snúist um að breyta samfélaginu til hins betra, að hafna kerfum sem byggist á misnotkun valds. „Sá hörmulegi atburður að formaður samtaka, sem stjórnvöld hafa gefið vald yfir fólki með vímuefnavanda, er ekki óheppileg tilviljun heldur hlekkur í langri keðju. Þessi keðja rofnar ekki nema farið sé í markvissar aðgerðir til að uppræta ofbeldismenninguna. “
Ólga innan SÁÁ Fíkn Félagasamtök Vændi Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12 Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02 Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður af starfsmanni SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Sjá meira
Vissi ekki af vændiskaupunum og furðar sig á umfjöllun Stundarinnar Starfsfólk embættis landlæknis var ekki kunnugt um vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ. Talsmaður embættisins furðar sig á að það sé dregið inn í þetta mál í umfjöllun Stundarinnar. 25. janúar 2022 12:12
Stjórnin fundi um málið á næstu dögum Stjórnarmaður SÁÁ segir að stjórnin hafi fengið upplýsingar um vændiskaup þáverandi formanns samtakanna á föstudaginn. Stjórnin mun funda um málið á næstu dögum. 25. janúar 2022 12:02
Þingmaður VG segist hafa verið misnotaður af starfsmanni SÁÁ Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna. 25. janúar 2022 11:51