Enska úrvalsdeildin íhugar að breyta reglum um frestun leikja Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2022 19:01 Leikur Arsenal og Tottenham sem átti að fara fram þann 16. janúar er nýjasta dæmið um frestaðan leik í ensku úrvalsdeildinni. Tom Jenkins/Getty Images Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinna munu funda á morgun til að ræða breytingar á reglum sem leyfa liðum að sækja um frestun leikja vegna kórónuveirufaraldursins, en deildin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fjölda frestaðra leikja undanfarnar vikur. Alls hefur deildin frestað 22 leikjum á yfirstandandi tímabili vegna kórónuveirusmita, meiðsla og landsliðsverkefna leikmanna í deildinni. Nú seinast var stórleik Arsenal og Tottenham frestað þann 16. janúar, en margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig Arsenal tókst að fá þá frestun í gegn. Nýju reglurnar gætu verið klárar fyrir 5. febrúarnæstkomandi, en þá hefst deildin á ný eftir tveggja vikna pásu. Eins og áður segir hefur enska úrvalsdeildin setið undir gagnrýni fyrir þann fjölda leikja sem hefur verið frestað, en gagnrýnin snýr aðallega að því að mögulega hafi félög deildarinnar nýtt sér regluverkið til að fá leikjum frestað þrátt fyrir að hafa nógu marga leikfæra leikmenn. Félög deildarinnar fengu að vita af því í desember að þau skildu mæta til leiks ef 13 leikmenn væru tilbúnir í slaginn, þar á meðal einn markvörður. Þetta var gert til að bregðast við kórónuveiruhópsmitum innan félaganna. Hins vegar hafa liðin getað talið meidda leikenn, sem og þá leikmenn sem eru staddir í landsliðsverkefnum, sem fjarverandi leikmenn þegar sótt er um frestun. Nú þegar á að fara að ráðast í tilslakanir á sóttvarnarreglum á Englandi telja forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar tímabært að endurskoða reglurnar, sérstaklega í ljósi þess að smitum innan deildarinnar hefur nú fækkað fjórar vikur í röð. The Premier League is looking into changing its guidance around match postponements.New guidelines could be in place for 8 February.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2022 Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Alls hefur deildin frestað 22 leikjum á yfirstandandi tímabili vegna kórónuveirusmita, meiðsla og landsliðsverkefna leikmanna í deildinni. Nú seinast var stórleik Arsenal og Tottenham frestað þann 16. janúar, en margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig Arsenal tókst að fá þá frestun í gegn. Nýju reglurnar gætu verið klárar fyrir 5. febrúarnæstkomandi, en þá hefst deildin á ný eftir tveggja vikna pásu. Eins og áður segir hefur enska úrvalsdeildin setið undir gagnrýni fyrir þann fjölda leikja sem hefur verið frestað, en gagnrýnin snýr aðallega að því að mögulega hafi félög deildarinnar nýtt sér regluverkið til að fá leikjum frestað þrátt fyrir að hafa nógu marga leikfæra leikmenn. Félög deildarinnar fengu að vita af því í desember að þau skildu mæta til leiks ef 13 leikmenn væru tilbúnir í slaginn, þar á meðal einn markvörður. Þetta var gert til að bregðast við kórónuveiruhópsmitum innan félaganna. Hins vegar hafa liðin getað talið meidda leikenn, sem og þá leikmenn sem eru staddir í landsliðsverkefnum, sem fjarverandi leikmenn þegar sótt er um frestun. Nú þegar á að fara að ráðast í tilslakanir á sóttvarnarreglum á Englandi telja forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar tímabært að endurskoða reglurnar, sérstaklega í ljósi þess að smitum innan deildarinnar hefur nú fækkað fjórar vikur í röð. The Premier League is looking into changing its guidance around match postponements.New guidelines could be in place for 8 February.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2022
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira