Færa átta liða úrslit Afríkumótsins eftir að troðningur olli átta dauðsföllum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2022 22:31 Olembe-leikvangurinn var byggður fyrir Afríkumótið. Vísir/Getty Leikur í átta liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta sem átti að fara fram á Olembe-leikvanginum næstkomandi sunnudag hefur verið færður eftir að troðningur fyrir utan leikvanginn varð átta manns að bana í gær. Mikill áhugi var fyrir leik Kamerún og Kómoreyja sem fram fór á Olembe-leikvanginum í gær reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum BBC létust í það minnsta átta í troðningnum og 38 til viðbótar slösuðust, þar af sjö alvarlega. Meðal látinna voru tvö börn, átta og fjórtán ára. Forseti afríska knattspyrnusambandsins CAF heimsótti slasaða stuðningsmenn á spítala í dag, ásamt því að skoða slysstaðinn. Hann segist harma það sem gerðist og að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. „Það er okkar skylda að komast að því hvað gerðist nákvæmlega og enn mikilvægara er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur,“ sagði Patrice Motsepe, forseti CAF. „Það var mikið að sem hefði verið hægt að sjá fyrirfram. Þegar fólk tapar lífinu þá er eðlilegt að verða reiður og krefjast útskýringa og loforða um að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“ Olembe-leikvangurinn tekur 60.000 manns í sæti, en hann var nýlega byggður sérstaklega fyrir Afríkumótið. Þó mátti leikvangurinn aðeins taka við 80 prósent af leyfilegum hámarksfjölda vegna kórónuveirufaraldursins. Opnunarhátið mótsins var haldin á vellinum og þá á einnig að leika annan undanúrslitaleikinn þar, sem og úrslitaleikinn sjálfan. Þá átti einnig að leika einn leik í átta liða úrslitum á leikvanginum næstkomandi sunnudag, en sá leikur hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo-leikvanginn í Yaounde, höfuðborg Kamerún. Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Mikill áhugi var fyrir leik Kamerún og Kómoreyja sem fram fór á Olembe-leikvanginum í gær reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum BBC létust í það minnsta átta í troðningnum og 38 til viðbótar slösuðust, þar af sjö alvarlega. Meðal látinna voru tvö börn, átta og fjórtán ára. Forseti afríska knattspyrnusambandsins CAF heimsótti slasaða stuðningsmenn á spítala í dag, ásamt því að skoða slysstaðinn. Hann segist harma það sem gerðist og að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. „Það er okkar skylda að komast að því hvað gerðist nákvæmlega og enn mikilvægara er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur,“ sagði Patrice Motsepe, forseti CAF. „Það var mikið að sem hefði verið hægt að sjá fyrirfram. Þegar fólk tapar lífinu þá er eðlilegt að verða reiður og krefjast útskýringa og loforða um að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“ Olembe-leikvangurinn tekur 60.000 manns í sæti, en hann var nýlega byggður sérstaklega fyrir Afríkumótið. Þó mátti leikvangurinn aðeins taka við 80 prósent af leyfilegum hámarksfjölda vegna kórónuveirufaraldursins. Opnunarhátið mótsins var haldin á vellinum og þá á einnig að leika annan undanúrslitaleikinn þar, sem og úrslitaleikinn sjálfan. Þá átti einnig að leika einn leik í átta liða úrslitum á leikvanginum næstkomandi sunnudag, en sá leikur hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo-leikvanginn í Yaounde, höfuðborg Kamerún.
Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira