Yrði nær hjarta Mo Salah en þeir titlar sem hann hefur unnið með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2022 13:31 Mohamed Salah hefur verið frábær með Liverpool á leiktíðinni en hann þarf að gera mikið ætli Egyptar að vinna Afríkukeppnina í ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu mæta Fílabeinsströndinni í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag. Salah ræddi það á blaðamannafundi fyrir leikinn hvað það myndi skipta hann miklu máli að vinna titil með landsliðinu. Mohamed Salah hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool en þeir titlar myndu ekki standast samanburðinn við það að vinna titil með Egyptalandi. „Auðvitað vil ég vinna eitthvað með landsliðinu. Þetta er landið mitt og það sem ég elska mest,“ sagði Mohamed Salah á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það yrði allt öðruvísi að vinna þennan titil og þessi titill yrði næst hjarta mínu,“ sagði Salah eins og sjá má hér fyrir neðan. Mohamed Salah has said that if he wins AFCON with Egypt, it will be the trophy that is closest to his heart ahead of their round of 16 game against Ivory Coast. pic.twitter.com/MuYfgHMWcJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2022 Hann vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina árið eftir. Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili en hann er með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíðarinnar. „Við vorum nálægt því að vinna hann og gáfum þá allt okkar en höfðum ekki heppnina með okkur,“ sagði Salah sem tapaði í úrslitaleik Afríkukeppninnar á móti Kamerún árið 2017. Hann hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum Egyptalands í keppninni en liðið hefur aðeins skorað tvö mörk samanlagt í þeim. Salah skorað tvö mörk í fjórum leikjum í síðustu Afríkukeppni árið 2019 en þá tapaði Egyptaland 1-0 á móti Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum. „Nú erum við komnir hingað til að berjast um nýjan titil og við verðum að gefa allt okkar til að vinna hann. Ég er viss um að hinir leikmennirnir eru sama sinnis og ég. Við verðum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun og sjá hvað það skilar okkur,“ sagði Salah. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Mohamed Salah hefur unnið bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool en þeir titlar myndu ekki standast samanburðinn við það að vinna titil með Egyptalandi. „Auðvitað vil ég vinna eitthvað með landsliðinu. Þetta er landið mitt og það sem ég elska mest,“ sagði Mohamed Salah á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það yrði allt öðruvísi að vinna þennan titil og þessi titill yrði næst hjarta mínu,“ sagði Salah eins og sjá má hér fyrir neðan. Mohamed Salah has said that if he wins AFCON with Egypt, it will be the trophy that is closest to his heart ahead of their round of 16 game against Ivory Coast. pic.twitter.com/MuYfgHMWcJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2022 Hann vann Meistaradeildina 2019 og ensku úrvalsdeildina árið eftir. Salah hefur verið magnaður með Liverpool á þessu tímabili en hann er með 23 mörk og 9 stoðsendingar í 26 leikjum í deild og Meistaradeild það sem af er leiktíðarinnar. „Við vorum nálægt því að vinna hann og gáfum þá allt okkar en höfðum ekki heppnina með okkur,“ sagði Salah sem tapaði í úrslitaleik Afríkukeppninnar á móti Kamerún árið 2017. Hann hefur skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum Egyptalands í keppninni en liðið hefur aðeins skorað tvö mörk samanlagt í þeim. Salah skorað tvö mörk í fjórum leikjum í síðustu Afríkukeppni árið 2019 en þá tapaði Egyptaland 1-0 á móti Suður-Afríku í sextán liða úrslitunum. „Nú erum við komnir hingað til að berjast um nýjan titil og við verðum að gefa allt okkar til að vinna hann. Ég er viss um að hinir leikmennirnir eru sama sinnis og ég. Við verðum bara að einbeita okkur að leiknum á morgun og sjá hvað það skilar okkur,“ sagði Salah.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira