Fyrirtæki hætta samstarfi við fjallagarp vegna ásakana um ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 12:06 Fjöldi fyrirtækja hefur slitið samstarfi við Tomasz eftir að fyrrverandi kærasta hans steig fram og sakar hann um ofbeldi. Hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur hætt samstarfi við fjallgöngugarpinn Tomasz Þór Veruson, eftir að kona sakaði hann um andlegt og líkamlegt ofbeldi á meðan tveggja ára sambandi þeirra stóð. Konan, sem er leiðsögumaður, steig fram og greindi frá ofbeldinu á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Hún segist hafa kynnst Tomaszi í fjallaverkefni, þar sem hún var kúnni hjá honum. Í tvö ár hafi þau verið í ástarsambandi en hún slitið því eftir að hún komst að því að Tomasz hafði verið í sambandi með annarri konu á meðan. Tomasz er reyndur fjallaleiðsögumaður og ljósmyndari. Tomasz stofnaði ferðaskrifstofuna Af stað í apríl 2018, sem einbeitir sér að ferðum innanlands og erlendis. Fram kemur á vefsíðu ferðaskrifstofunnar að markmið Af stað sé að anna þeirri eftirspurn sem hafi verið í gegn um tíðina um fræðslu, kennslu og ráðgjöf í útivist. Leið eins og hann væri alltaf að fylgjast með sér Konan skrifar í færslunni að ofbeldið hafi verið andlegt og á tímum líkamlegt og kynferðislegt. Hann hafi reglulega sakað hana um framhjáhald, ekki viljað að hún færi í vinnuferðir og reglulega hótað sjálfsvígi ef hann hafi verið ósáttur með eitthvað. Hún hafi ekki mátt birta af honum myndir á samfélagsmiðlum, sem hún komst að seinna að var vegna þess að hann var í sambandi með öðrum konum, sem þau þekktu bæði úr fjallasamfélaginu. „Mér leið alltaf eins og hann væri að fylgjast með mér, þegar ég var í vinnunni, hvað ég gerði á samfélagsmiðlum, hver væri að koma í heimsókn. [...] Ég „passaði“ mig að gera allt rétt og eftir hans höfði til a halda honum góðum,“ skrifar konan. GG sport, Hreysti og fleiri segja upp samstarfi Tomasz er vel þekktur innan fjallasamfélagsins enda hefur hann sinnt leiðsögn í fjölda ára. Að sögn konunnar hefur hann hröklast úr starfi sem leiðsögumaður frá tveimur fyrirtækjum. Tomasz var árið 2020 ráðinn af Ferðafélagi Íslands til að sinna leiðsögn en að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra FÍ starfar Tomasz ekki lengur fyrir félagið. Í skriflegu svari Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra FÍ við fyrirspurn fréttastofu, segir hann að Tomasz hafi lokið störfum í nóvember og að samstarf við hann hafi ekki verið endurnýjað. Félagið muni ekki tjá sig frekar um mál einstakra starfsmanna en það hafi skýra stefnu gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Viðbragðsáætlun sé hluti af stjórnkerfi félagsins sem starfað sé eftir ef mál séu tilkynnt til félagsins. Íþróttavöruversluninn Hreysti hefur nú slitið öllu samstarfi við Tomasz eftir að konan greindi frá ofbeldinu og útivistarverslunin GG sport sömuleiðis. Markaðsstjóri S4S, sem rekur til að mynda Ellingssen, skrifaði í athugasemd við færslu konunnar í gær að fyrirtækið hafi ekki verið í samstarfi við Tomasz í meira en ár en fyrirtækið hafi hafist handa við að fjarlægja allt markaðsefni með honum af sínum vettvangi. Fyrirtækið Xiaomi á Íslandi hefur einnig slitið samstarfi við hann og gleraugnabúðin Eyesland segist ætla að bregðast við málinu. Ekki lengur á stuðningi og verður ekki í framtíðinni „Við tökum öllu svona rosalega alvarlega þannig að við fórum strax í að kanna málið hver þetta væri. Grunnmarkmið okkar hefur alltaf verið að stuðla að heilbrigði og hreysti og ofbeldi gengur algjörlega gegn því þannig að eigandinn talaði við hann í gær. Við erum hætt að fylgja honum á öllum miðlum og eyða öllu markaðsefni með honum. Hann er ekki lengur á stuðningi frá okkur og verður það ekki í framtíðinni,“ segir Sunneva Eggertsdóttir, markaðsstjóri Hreystis, í samtali við fréttastofu. „Við stöndum alltaf með þolendum og fordæmum alla svona hegðun. Þetta var algjör „no-brainer“ hjá okkur og við fórum strax í að grípa til aðgerða. Við viljum að fólk viti að ef það hefur svona athugasemdir við einhverja sem við erum að styrkja þá viljum við vita af öllu svona strax.“ Hún segir að Tomasz hafi skilið afstöðu Hreystis nokkuð vel. Eigandi Hreystis hafi þekkt Tomasz lengi og því hafi málið komið á óvart. „En við vitum auðvitað aldrei hvað er í gangi í einkalífi fólksins sem við styðjum. Við heyrum bara af afrekum og hvað er í gangi í íþróttum en þeir áttu samtal og það myndaðist skilningur um það að þetta væri hegðun sem við fordæmum og hann sýndi því skilning.“ „Lokaði á fólkið mitt því ég vildi ekki draga þau inn í þessa martröð“ Facebook-frásögnin hefur vakið gífurlega athygli frá því að hún birtist í gær. Um 2.400 konur í Fjallastelpuhópnum hafa líkað við færsluna og tæplega 600 skrifað við hana athugasemd. Konan skrifar í færslunni að eftir að hún sagði Tomaszi upp hafi hann setið um hana heima hjá henni og beðið eftir því að hún kæmi heim. „Ég lagði bílnum og rölti inn án þess að taka eftir honum. Hann kom á eftir mér og ruddist inn til mín þegar ég opnaði útidyrahurðina. Hann gekk það harkalega í skrokk á mér að önnur hlið líkama míns varð blá og marin. Þarna var ég um 48 kg og ég tók á öllu mínu til að verjast honum, 2ja metra háum manni í miklu uppnámi. Íbúðin var einnig illa leikin og braut hann m.a. sófa, myndir og tók símann minn,“ skrifar konan. Síðar hafi hún komist að því að hann hafi oft setið um hana og vini hennar eftir að þeir höfðu heimsótt hana. „Þá sagði hann mér t.d. að stelpa sem vinur minn var að deita væri á ákveðnum bíl og hann ætlaði að hringja í hana og segja henni að ég væri að sofa hjá honum. Vinur sem kom reglulega í kaffi og ekkert meira. Þetta varð til þess að ég lokaði á fólkið mitt þar sem ég vildi ekki draga þau inn í þessa martröð.“ Áttaði sig ekki á ofbeldinu fyrr en eftir að sambandinu lauk Hún segist ekki hafa áttað sig á því að þetta væri ofbeldissamband fyrr en eftir að þau hættu saman. „Eftir að sambandi okkar lauk áttaði ég mig fyrst á því að þetta hefði verið ofbeldissamband. Það er nefnilega ekki svo augljóst þegar maður er í þessum aðstæðum. Hann neyddi mig líka til að gera kynferðislega hluti með honum sem mig langaði ekki en það er stutt síðan ég viðurkenndi það fyrir sjálfri mér að ofbeldið hefði einnig verið af kynferðislegum toga. Ég er þó ekki tilbúin að opna á þá reynslu, sú upplifun liggur enn djúpt,“ skrifar konan. Hún segir það hafa reynst sér afar erfitt að sjá Tomasz út um allt, til dæmis á auglýsingaskiltum. Hún hafi í kjölfar sambandsins glímt við áfallastreituröskun og segir það oft erfitt að vera ein heima, þar sem hún hræðist að hann brjótist inn og gangi í skrokk á henni. Hún segist ekki ein um þessa reynslu. „Í kjölfarið af sambandsslitum og allt til dagsins í dag hafa konur haft samband við mig og hafa svipaða sögu að segja og ég. Munstrið er nánast alltaf eins og hann er að enn þann dag í dag og ekkert breytist.“ Fjallamennska MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Konan, sem er leiðsögumaður, steig fram og greindi frá ofbeldinu á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Hún segist hafa kynnst Tomaszi í fjallaverkefni, þar sem hún var kúnni hjá honum. Í tvö ár hafi þau verið í ástarsambandi en hún slitið því eftir að hún komst að því að Tomasz hafði verið í sambandi með annarri konu á meðan. Tomasz er reyndur fjallaleiðsögumaður og ljósmyndari. Tomasz stofnaði ferðaskrifstofuna Af stað í apríl 2018, sem einbeitir sér að ferðum innanlands og erlendis. Fram kemur á vefsíðu ferðaskrifstofunnar að markmið Af stað sé að anna þeirri eftirspurn sem hafi verið í gegn um tíðina um fræðslu, kennslu og ráðgjöf í útivist. Leið eins og hann væri alltaf að fylgjast með sér Konan skrifar í færslunni að ofbeldið hafi verið andlegt og á tímum líkamlegt og kynferðislegt. Hann hafi reglulega sakað hana um framhjáhald, ekki viljað að hún færi í vinnuferðir og reglulega hótað sjálfsvígi ef hann hafi verið ósáttur með eitthvað. Hún hafi ekki mátt birta af honum myndir á samfélagsmiðlum, sem hún komst að seinna að var vegna þess að hann var í sambandi með öðrum konum, sem þau þekktu bæði úr fjallasamfélaginu. „Mér leið alltaf eins og hann væri að fylgjast með mér, þegar ég var í vinnunni, hvað ég gerði á samfélagsmiðlum, hver væri að koma í heimsókn. [...] Ég „passaði“ mig að gera allt rétt og eftir hans höfði til a halda honum góðum,“ skrifar konan. GG sport, Hreysti og fleiri segja upp samstarfi Tomasz er vel þekktur innan fjallasamfélagsins enda hefur hann sinnt leiðsögn í fjölda ára. Að sögn konunnar hefur hann hröklast úr starfi sem leiðsögumaður frá tveimur fyrirtækjum. Tomasz var árið 2020 ráðinn af Ferðafélagi Íslands til að sinna leiðsögn en að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra FÍ starfar Tomasz ekki lengur fyrir félagið. Í skriflegu svari Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra FÍ við fyrirspurn fréttastofu, segir hann að Tomasz hafi lokið störfum í nóvember og að samstarf við hann hafi ekki verið endurnýjað. Félagið muni ekki tjá sig frekar um mál einstakra starfsmanna en það hafi skýra stefnu gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Viðbragðsáætlun sé hluti af stjórnkerfi félagsins sem starfað sé eftir ef mál séu tilkynnt til félagsins. Íþróttavöruversluninn Hreysti hefur nú slitið öllu samstarfi við Tomasz eftir að konan greindi frá ofbeldinu og útivistarverslunin GG sport sömuleiðis. Markaðsstjóri S4S, sem rekur til að mynda Ellingssen, skrifaði í athugasemd við færslu konunnar í gær að fyrirtækið hafi ekki verið í samstarfi við Tomasz í meira en ár en fyrirtækið hafi hafist handa við að fjarlægja allt markaðsefni með honum af sínum vettvangi. Fyrirtækið Xiaomi á Íslandi hefur einnig slitið samstarfi við hann og gleraugnabúðin Eyesland segist ætla að bregðast við málinu. Ekki lengur á stuðningi og verður ekki í framtíðinni „Við tökum öllu svona rosalega alvarlega þannig að við fórum strax í að kanna málið hver þetta væri. Grunnmarkmið okkar hefur alltaf verið að stuðla að heilbrigði og hreysti og ofbeldi gengur algjörlega gegn því þannig að eigandinn talaði við hann í gær. Við erum hætt að fylgja honum á öllum miðlum og eyða öllu markaðsefni með honum. Hann er ekki lengur á stuðningi frá okkur og verður það ekki í framtíðinni,“ segir Sunneva Eggertsdóttir, markaðsstjóri Hreystis, í samtali við fréttastofu. „Við stöndum alltaf með þolendum og fordæmum alla svona hegðun. Þetta var algjör „no-brainer“ hjá okkur og við fórum strax í að grípa til aðgerða. Við viljum að fólk viti að ef það hefur svona athugasemdir við einhverja sem við erum að styrkja þá viljum við vita af öllu svona strax.“ Hún segir að Tomasz hafi skilið afstöðu Hreystis nokkuð vel. Eigandi Hreystis hafi þekkt Tomasz lengi og því hafi málið komið á óvart. „En við vitum auðvitað aldrei hvað er í gangi í einkalífi fólksins sem við styðjum. Við heyrum bara af afrekum og hvað er í gangi í íþróttum en þeir áttu samtal og það myndaðist skilningur um það að þetta væri hegðun sem við fordæmum og hann sýndi því skilning.“ „Lokaði á fólkið mitt því ég vildi ekki draga þau inn í þessa martröð“ Facebook-frásögnin hefur vakið gífurlega athygli frá því að hún birtist í gær. Um 2.400 konur í Fjallastelpuhópnum hafa líkað við færsluna og tæplega 600 skrifað við hana athugasemd. Konan skrifar í færslunni að eftir að hún sagði Tomaszi upp hafi hann setið um hana heima hjá henni og beðið eftir því að hún kæmi heim. „Ég lagði bílnum og rölti inn án þess að taka eftir honum. Hann kom á eftir mér og ruddist inn til mín þegar ég opnaði útidyrahurðina. Hann gekk það harkalega í skrokk á mér að önnur hlið líkama míns varð blá og marin. Þarna var ég um 48 kg og ég tók á öllu mínu til að verjast honum, 2ja metra háum manni í miklu uppnámi. Íbúðin var einnig illa leikin og braut hann m.a. sófa, myndir og tók símann minn,“ skrifar konan. Síðar hafi hún komist að því að hann hafi oft setið um hana og vini hennar eftir að þeir höfðu heimsótt hana. „Þá sagði hann mér t.d. að stelpa sem vinur minn var að deita væri á ákveðnum bíl og hann ætlaði að hringja í hana og segja henni að ég væri að sofa hjá honum. Vinur sem kom reglulega í kaffi og ekkert meira. Þetta varð til þess að ég lokaði á fólkið mitt þar sem ég vildi ekki draga þau inn í þessa martröð.“ Áttaði sig ekki á ofbeldinu fyrr en eftir að sambandinu lauk Hún segist ekki hafa áttað sig á því að þetta væri ofbeldissamband fyrr en eftir að þau hættu saman. „Eftir að sambandi okkar lauk áttaði ég mig fyrst á því að þetta hefði verið ofbeldissamband. Það er nefnilega ekki svo augljóst þegar maður er í þessum aðstæðum. Hann neyddi mig líka til að gera kynferðislega hluti með honum sem mig langaði ekki en það er stutt síðan ég viðurkenndi það fyrir sjálfri mér að ofbeldið hefði einnig verið af kynferðislegum toga. Ég er þó ekki tilbúin að opna á þá reynslu, sú upplifun liggur enn djúpt,“ skrifar konan. Hún segir það hafa reynst sér afar erfitt að sjá Tomasz út um allt, til dæmis á auglýsingaskiltum. Hún hafi í kjölfar sambandsins glímt við áfallastreituröskun og segir það oft erfitt að vera ein heima, þar sem hún hræðist að hann brjótist inn og gangi í skrokk á henni. Hún segist ekki ein um þessa reynslu. „Í kjölfarið af sambandsslitum og allt til dagsins í dag hafa konur haft samband við mig og hafa svipaða sögu að segja og ég. Munstrið er nánast alltaf eins og hann er að enn þann dag í dag og ekkert breytist.“
Fjallamennska MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira