Skiptar skoðanir netverja eftir laumumynd af Icelandair-þotu í nýja búningnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2022 10:01 Á myndinni má sjá dæmi um fyrirhugaðar breytingar fyrirtækisins. Myndin er tölvuteiknuð. Icelandair Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meðal netverja sem svöruðu tísti belgísks flugáhugamanns þar sem sjá mátti eina af flugvélum Icelandair í nýjum einkennislitum flugfélagsins. Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir. Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum á næstunni en þoturnar verða í öllum regnbogans litum. Í gær var birt mynd á Twitter-reikningnum TLspotting, sem sérhæfir sig í að birta myndir af flugvélum. Á myndinni má sjá flugvél Icelandair í flugskýli, nýmálaða í nýjum einkennislitum. Túristi.is greindi fyrst frá. Icelandair new livery...(Source : Unknown) pic.twitter.com/IAO5VNTFoY— TLspotting ✈️ (@TLspotting) January 25, 2022 Tístið hefur vakið töluverða athygli á meðal erlendra flugáhugamanna og skiptast þeir sem svara tístinu nokkurnveginn í tvo hópa. Sumir eru ánægðir á meðan aðrir benda á að hið nýja útlit sé ekki framför. „Trúi ekki að þeir hafi skipt út þessum fallegu einkennislitum fyrir þetta, afsakið, en þetta er hræðilegt,“ skrifar einn í svari við tístinu þar sem hann birtir mynd af flugvél Icelandair í núverandi einkennislitum. „Ég er persónulega ánægður með hið nýja útlit,“ skrifar annar en óhætt er að segja að fleiri hallist að því að hinir nýju einkennislitir séu ekki nógu einkennandi. „Blái, hvíti og gyllti liturinn hafa verið okkar aðallitir. Flugbransinn í heildinni er mjög blár þannig að það var eftirspurn eftir því að taka fleiri liti inn í litapallettuna. Vörumerkið var hannað árið 2006 og það hefur allt breyst síðan 2006. Það var bara kominn tími á breytingar á útliti félagsins,“ sagði Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, í samtali við Vísi þegar nýju litirnir voru kynntir.
Icelandair Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Icelandair í nýjum litum Þotur flugfélagsins Icelandair munu taka miklum útlitsbreytingum á komandi misserum. Von er á fyrstu þotunni í nýja búningnum í janúar á næsta ári. Þoturnar verða í öllum regnbogans litum en blái liturinn hverfur þó ekki á bak og burt. 18. desember 2021 13:42