Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sagðir ráða hermenn sér til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 10:30 Um er að ræða fyrrum hermenn þannig að þeir verða nú ekki í fullum skrúða á heimilum leikmannanna. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Það er gömul frétt og ný að brotist sé inn á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan þeir eru að spila og það hefur verið nóg af slíkum fréttum að undanförnu. Glæpamennirnir geta fylgst með leikmönnunum í beinni í sjónvarpinu og vita því nákvæmlega hvenær þeir eru ekki heima hjá sér. Nú ætla sumar fótboltastjörnurnar að snúa vörn í sókn og sækja sér hjálp í að verja heimili sín. Victor Lindelof and Joao Cancelo were amongst the most recent players to have their homes burgled. https://t.co/y6HI8RjCNL— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2022 Nýjasta fórnarlambið er sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hjá Manchester United. Í síðustu viku var brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila með United. Kona hans og tvö ung börn voru heima. Maja Nilsson Lindelöf sagði frá upplifun sinn á samfélagsmiðlum. „Á meðan Victor var að spila á miðvikudagskvöldið þá var brotist inn hjá okkur í Manchester. Ég var ein heima með bæði börnin okkar en okkur tókst að fela okkur með því að læsa okkur inn í einu herberginu áður en þeir komust inn í húsið. Við erum í lagi miðað við allt sem gekk á en auðvitað var þetta áfall, bæði fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja Nilsson Lindelöf. Premier League stars hiring former SAS soldiers to protect family homes against burglarshttps://t.co/rEKXvV4ZVN pic.twitter.com/sYu3Z2ykZd— Mirror Football (@MirrorFootball) January 25, 2022 Öll þessi innbrot eru orðin stórt vandamál með þekktra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar segja frá því að sumir leikmanna hafa ákveðið að taka til sinna ráða með því að sækja sér hjálp fyrrum sérsveitarmeðlima úr breska hernum. Fyrrum hermenn úr SAS sveit breska hersins hafa nefnilega ráðið sig í vinnu og hafa þeir það starf að verja heimili leikmannanna þegar þeir eru í burtu. „Margir leikmenn hafa fengið sér varðhunda en í sumum tilfellum vilja þeir hafa menn í húsinu og þess vegna hafa þeir leitað til fyrirtækja sem hafa menn í vinnu sem voru áður í sérsveitum hersins,“ hefur Daily Mail eftir manni sem þekkir vel til. Jittery Premier League stars call in SAS soldiers to protect their families - Daily Mail https://t.co/TWppzQGGm7 #JitteryPremierLeaguestarscallSASsoldiersprotectfamilies pic.twitter.com/AMONmdmjKS— SPORTARUCE (@sportaruce) January 25, 2022 Enski boltinn England Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Glæpamennirnir geta fylgst með leikmönnunum í beinni í sjónvarpinu og vita því nákvæmlega hvenær þeir eru ekki heima hjá sér. Nú ætla sumar fótboltastjörnurnar að snúa vörn í sókn og sækja sér hjálp í að verja heimili sín. Victor Lindelof and Joao Cancelo were amongst the most recent players to have their homes burgled. https://t.co/y6HI8RjCNL— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2022 Nýjasta fórnarlambið er sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hjá Manchester United. Í síðustu viku var brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila með United. Kona hans og tvö ung börn voru heima. Maja Nilsson Lindelöf sagði frá upplifun sinn á samfélagsmiðlum. „Á meðan Victor var að spila á miðvikudagskvöldið þá var brotist inn hjá okkur í Manchester. Ég var ein heima með bæði börnin okkar en okkur tókst að fela okkur með því að læsa okkur inn í einu herberginu áður en þeir komust inn í húsið. Við erum í lagi miðað við allt sem gekk á en auðvitað var þetta áfall, bæði fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja Nilsson Lindelöf. Premier League stars hiring former SAS soldiers to protect family homes against burglarshttps://t.co/rEKXvV4ZVN pic.twitter.com/sYu3Z2ykZd— Mirror Football (@MirrorFootball) January 25, 2022 Öll þessi innbrot eru orðin stórt vandamál með þekktra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar segja frá því að sumir leikmanna hafa ákveðið að taka til sinna ráða með því að sækja sér hjálp fyrrum sérsveitarmeðlima úr breska hernum. Fyrrum hermenn úr SAS sveit breska hersins hafa nefnilega ráðið sig í vinnu og hafa þeir það starf að verja heimili leikmannanna þegar þeir eru í burtu. „Margir leikmenn hafa fengið sér varðhunda en í sumum tilfellum vilja þeir hafa menn í húsinu og þess vegna hafa þeir leitað til fyrirtækja sem hafa menn í vinnu sem voru áður í sérsveitum hersins,“ hefur Daily Mail eftir manni sem þekkir vel til. Jittery Premier League stars call in SAS soldiers to protect their families - Daily Mail https://t.co/TWppzQGGm7 #JitteryPremierLeaguestarscallSASsoldiersprotectfamilies pic.twitter.com/AMONmdmjKS— SPORTARUCE (@sportaruce) January 25, 2022
Enski boltinn England Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira