Íþyngjandi húsnæðiskostnaður venjan frekar en undantekning Isabel Alejandra Diaz og Nanna Hermannsdóttir skrifa 27. janúar 2022 11:30 Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Isabel Alejandra Díaz Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Sjá meira
Húsnæði er einn helsti útgjaldaliður heimila. Greiðslubyrði fólks af húsnæðiskostnaði skiptir því lykilmáli fyrir velmegun þess. Sú greiðslubyrði er mismunandi eftir hópum en mest meðal tekjulágra og ungra leigjenda. Það ætti því ekki að koma sérstaklega á óvart að það sama eigi við um stúdenta, enda að megninu til ungt fólk með litlar eignir og tekjur. Samkvæmt Eurostudent VII eru 43% stúdenta á Íslandi með íþyngjandi húsnæðiskostnað en það er fjórfalt hærra hlutfall en meðal allra Íslendinga. Þrátt fyrir mikið uppbyggingarskeið stúdentaíbúða í Reykjavík undanfarinn áratug er enn langt í land. Aðeins um 15% íslenskra stúdenta búa á stúdentagörðum og biðlistar eru langir. Ljóst er að húsnæðiskostnaður þeirra sem leigja á almennum markaði er talsvert hærri en þeirra sem leigja á stúdentagörðum. Húsnæðisbætur geta ýkt þennan aðstöðumun enn frekar þar sem undanþágur gilda aðeins fyrir þá stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Menntasjóður námsmanna veitir stúdentum viðbótarlán vegna húsnæðiskostnaðar. Upphæð lánsins virðist að einhverju leyti vera miðuð við leigu á stúdentagörðum en er töluvert frá því að ná leiguverði á almennum markaði. Á myndunum hér að neðan má sjá meðalleiguverð á almennum leigumarkaði (að frádegnum húsnæðisbótum) borið saman við upphæð viðbótarláns vegna húsnæðis hjá Menntasjóði námsmanna. Þegar hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum fer yfir 40% er talað um íþyngjandi húsnæðiskostnað. Því má segja að námslánakerfið sé hannað utan um það að stúdentar skuli bera íþyngjandi húsnæðiskostnað, þar sem hlutfall viðbótarláns vegna húsnæðis af heildargreiðslum frá lánasjóðnum (auk barnabóta þar sem við á) til einstaklinga er 35-41% (eftir fjölda barna). Til þess að húsnæðisbyrði einstaklings í stúdíóíbúð á almennum leigumarkaði sé ekki íþyngjandi þyrfti heildarlán frá lánasjóðnum að hækka um ríflega 100.000 kr/mán og meira en tvöfaldast ef byrðin ætti að vera innan æskilegra marka. Í greiningu sem birt er í nýútgefinni skýrslu Stúdentaráðs um húsnæðismál kemur fram að fyrir flestar sviðsmyndir einstaklinga fer yfir 30% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað og er hlutfallið um og yfir 40% á almennum leigumarkaði. Þetta er meginumfjöllunarefni skýrslunnar en þessi háa byrði húsnæðiskostnaðar stafar til dæmis af fyrrnefndum eiginleikum húsnæðisbóta og lágum ráðstöfunartekjum í takt við upphæðir námslána á Íslandi. Enn fremur eykur skortur á félagslegu leiguhúsnæði ásamt erfiðum aðstæðum á almennum leigumarkaði húsnæðisbyrði stúdenta. Raunveruleiki stúdenta á húsnæðismarkaði er háður ýmsum breytum sem setur annars svipaða stúdenta í mjög ólíka stöðu. Vegið er að jöfnu aðgengi til náms þar sem húsnæðisöryggi er ein grunnforsenda árangursríks náms. Staða stúdenta er auðvitað aðeins hluti stærra samhengis á íslenskum húsnæðismarkaði. Hagaðilar hans þurfa að leita saman lausna við þeim vandamálum sem þar ríkja og leggja áherslu á að bæta stöðu leigjenda með tilliti til framboðs, kostnaðar og gæða. Ákall stúdenta snýr því að stærra samtali sem hefja má með þeim tillögum að úrbótum sem Stúdentaráð leggur fram í áðurnefndri skýrslu. Skýrslu Stúdentaráðs má nálgast hér . Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun