Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 14:29 Nokkrir reiðir stuðningsmenn Íslands fóru langt yfir strikið eftir tap Danmerkur fyrir Frakklandi. getty/Sanjin Strukic Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. Danmörk tapaði leiknum með eins marks mun, 29-30, og fyrir vikið komst Ísland ekki í undanúrslit Evrópumótsins. Íslendingar voru margir hverjir ósáttir eftir leikinn og létu gamminn geysa á samfélagsmiðlum. Einhverjir gengu enn lengra og sendu leikmönnum og þjálfurum danska liðsins ógeðfelld skilaboð. Frederik G. Schmidt, fjölmiðlafulltrúi danska handknattleikssambandsins, greindi frá þessu á Twitter í dag. Hann segir ekkert til í því að danska liðið hafi tapað leiknum viljandi. „Ég er ekki hrifinn af sumum skilaboðum sem leikmönnum og þjálfarateyminu hafa borist eftir leikinn gegn Frakklandi í gærkvöldi. Nei, þeir töpuðu ekki viljandi. Og nei, maður á ekki skilið að deyja bara vegna þess að maður tapar handboltaleik,“ skrifaði Schmidt á Twitter. Jeg er slemt imponeret over nogle af de beskeder, der lander i spillernes og trænerteamets indbakker efter kampen mod Frankrig i aftes. Nej, de har ikke tabt med vilje. Og nej, man fortjener ikke at dø, blot fordi man har tabt en håndboldkamp. #hndbld #ehfeuro2022— Frederik G. Schmidt (@Frederik_GS) January 27, 2022 Það voru ekki bara leikmönnum og þjálfurum danska liðsins sem bárust subbuleg skilaboð eftir leikinn heldur einnig danska handboltamiðlaranum Rasmus Boysen. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum EM á morgun. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Frakkar og Svíar við. Íslendingar mæta hins vegar Norðmönnum í leiknum um 5. sætið. EM karla í handbolta 2022 Danmörk Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00 Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58 Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Danmörk tapaði leiknum með eins marks mun, 29-30, og fyrir vikið komst Ísland ekki í undanúrslit Evrópumótsins. Íslendingar voru margir hverjir ósáttir eftir leikinn og létu gamminn geysa á samfélagsmiðlum. Einhverjir gengu enn lengra og sendu leikmönnum og þjálfurum danska liðsins ógeðfelld skilaboð. Frederik G. Schmidt, fjölmiðlafulltrúi danska handknattleikssambandsins, greindi frá þessu á Twitter í dag. Hann segir ekkert til í því að danska liðið hafi tapað leiknum viljandi. „Ég er ekki hrifinn af sumum skilaboðum sem leikmönnum og þjálfarateyminu hafa borist eftir leikinn gegn Frakklandi í gærkvöldi. Nei, þeir töpuðu ekki viljandi. Og nei, maður á ekki skilið að deyja bara vegna þess að maður tapar handboltaleik,“ skrifaði Schmidt á Twitter. Jeg er slemt imponeret over nogle af de beskeder, der lander i spillernes og trænerteamets indbakker efter kampen mod Frankrig i aftes. Nej, de har ikke tabt med vilje. Og nej, man fortjener ikke at dø, blot fordi man har tabt en håndboldkamp. #hndbld #ehfeuro2022— Frederik G. Schmidt (@Frederik_GS) January 27, 2022 Það voru ekki bara leikmönnum og þjálfurum danska liðsins sem bárust subbuleg skilaboð eftir leikinn heldur einnig danska handboltamiðlaranum Rasmus Boysen. Danir mæta Spánverjum í undanúrslitum EM á morgun. Í hinum undanúrslitaleiknum eigast Frakkar og Svíar við. Íslendingar mæta hins vegar Norðmönnum í leiknum um 5. sætið.
EM karla í handbolta 2022 Danmörk Tengdar fréttir Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00 Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58 Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30
Segja misskilning hafa valdið því að Danir reyndu ekki að skora Afar óvenjulegt atvik varð í lok fyrri hálfleiks hjá Danmörku og Frakklandi á EM í handbolta í gærkvöld þegar Danir slepptu því að reyna að nýta síðustu sókn sína. 27. janúar 2022 09:00
Þjálfari Dana: „Mjög svekktur að hafa tapað“ „Við vildum allir saman vinna leikinn, á því leikur ekki nokkur vafi,“ sagði Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska landsliðsins, svekktur eftir 30-29 tapið gegn Frakklandi á EM í handbolta í gær. 27. janúar 2022 07:58
Ísland grátlega nærri undanúrslitunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta komst ekki áfram í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta. Þess í stað mun liðið leika um fimmta sæti mótsins á föstudaginn. 26. janúar 2022 21:03
Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45