Þetta verður snúnara næstu vikur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 16:53 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræddi málið í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um sóttvarnir og takmarkanir á daglegt líf í bólusettu samfélagi. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var málshefjandi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramáli þar sem farið verður yfir hvernig staðið verður að afléttingu sóttvarnaaðgerða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið í hendurnar minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tillögum um afléttingar. Willum Þór sagði á Alþingi í dag stöðuna gjörbreytta frá því sem var fyrir hálfum mánuði síðan. „Þess vegna erum við að boða afléttingaráætlun en við erum að erum að gera það á grundvelli upplýsinga og stöðunnar hverju sinni og ég verð að minna á það að við erum enn þá með almannavarnir á neyðarstigi og spítalanna á neyðarstigi.“ Metfjöldi fólks greindist með kórónuveiruna í gær innanlands eða 1.567. Þá hefur veiran valdið hópsýkingum á hjúkrunarheimilum síðustu daga þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar er um helmingur íbúa með veiruna en flestir eru lítið eða ekkert veikir. Nokkur fjöldi starfsmanna er hins vegar í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. Þrátt fyrir að færri sjúklingar liggi inni á Landspítalanum en fyrir hálfum mánuði síðan starfar spítalinn enn á neyðarstigi. Hann mun gera það áfram að minnsta kosti fram í næstu viku samkvæmt svörum frá spítalanum en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða tvö hundruð og nítján starfsmenn. Þá getur það fylgt afléttingu takmarkana í samfélaginu að fleiri starfsmenn greinist með veiruna og verði frá vinnu. „Mun það valda auknum smitum mögulega. Við sjáum það hér á næstu dögum og þetta verða snúnar næstu vikur en það er alveg ástæða til miðað við hvernig þetta er að þróast að við getum farið í afléttingar og við munum boða afléttingaráætlun hér á morgun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðisstofnun Vesturlands Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kópavogur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11 Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramáli þar sem farið verður yfir hvernig staðið verður að afléttingu sóttvarnaaðgerða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið í hendurnar minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tillögum um afléttingar. Willum Þór sagði á Alþingi í dag stöðuna gjörbreytta frá því sem var fyrir hálfum mánuði síðan. „Þess vegna erum við að boða afléttingaráætlun en við erum að erum að gera það á grundvelli upplýsinga og stöðunnar hverju sinni og ég verð að minna á það að við erum enn þá með almannavarnir á neyðarstigi og spítalanna á neyðarstigi.“ Metfjöldi fólks greindist með kórónuveiruna í gær innanlands eða 1.567. Þá hefur veiran valdið hópsýkingum á hjúkrunarheimilum síðustu daga þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar er um helmingur íbúa með veiruna en flestir eru lítið eða ekkert veikir. Nokkur fjöldi starfsmanna er hins vegar í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. Þrátt fyrir að færri sjúklingar liggi inni á Landspítalanum en fyrir hálfum mánuði síðan starfar spítalinn enn á neyðarstigi. Hann mun gera það áfram að minnsta kosti fram í næstu viku samkvæmt svörum frá spítalanum en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða tvö hundruð og nítján starfsmenn. Þá getur það fylgt afléttingu takmarkana í samfélaginu að fleiri starfsmenn greinist með veiruna og verði frá vinnu. „Mun það valda auknum smitum mögulega. Við sjáum það hér á næstu dögum og þetta verða snúnar næstu vikur en það er alveg ástæða til miðað við hvernig þetta er að þróast að við getum farið í afléttingar og við munum boða afléttingaráætlun hér á morgun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðisstofnun Vesturlands Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kópavogur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11 Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11
Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43