Hanna Björg biðst afsökunar á frammistöðu sinni í Kastljósi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2022 13:38 Hanna Björg er ein þeirra sem hefur gagnrýnt Siggu Dögg kynfræðing fyrir að kenna unglingum kyrkingar í kynlífi. Vísir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur beðist afsökunar á því að hafa staðið sig illa í Kastljósþætti gærkvöldsins, sem sýndur var á RÚV. Þar mættust þær Siggríður Dögg Arnardóttir, betur þekkt sem Sigga Dögg kynfræðingur, og ræddu kynfræðslu í skólum. „Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð - ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt - og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni,“ skrifar Hanna á Twitter. BDSM er ekki ofbeldi.— Hanna Björg (@HannaBVilhj) January 28, 2022 Kveikjan að Kastljósþættinum var skoðanagrein sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir skrifuðu á Vísi á miðvikudag. Þar gagnrýndu þær Siggu Dögg fyrir að hafa kennt unglingum að „kyrkja hvert annað í nafi kynfrelsis.“ Sigga hefur síðan greinin birtist neitað því að kenna unglingum kyrkingar en hún hafi þó rætt opinskátt um kyrkingar í kynlífi við unglinga þegar hún hafi verið fengin að fræða þau um kynlíf, samþykki og allt sem því fylgir. „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig við eigum að tala um samþykki og mörk þá gef ég stundum nokkra valkosti eða tala um það sem þau biðja um að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar, þetta er umræða um þetta: samþykki, mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi,“ sagði Sigga í Kastljósi í gær. Hún sagðist hafa fjallað örsjaldan um kyrkingar í kennslustundum en þegar það hafi komið upp hafi kyrkingar verið umræðuefni í dægurmálum. Þá hafi henni þótt hún þurfa að ræða málið. Hanna Björg var mjög harðorð í garð Siggu og sagði hana meðal annars „normalísera ofbeldishegðun“ sem Sigga velti mikið fyrir sér. „Hvernig geri ég það? Ég tala um ekkert nema samþykki og mörk og ég er að tala um kynlíf, ekki ofbeldi.“ Hanna Björg segist á Twitter ekki ánægð með sína frammistöðu í þættinum og hefur beðið Siggu Dögg afsökunar á því að hún hafi ekki gert það skýrt að hún fjalli um mikilvæg mál. „Það er rétt að taka fram“ skrifar Hanna á Twitter, „og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu - þetta met ég.“ Hún segir gagnrýni hennar snúast að viðhorfi Siggu Daggar til kláms og kyrkinga í kynfræðslu. „Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu - mikilvæg sem hún er,“ skrifar Hanna og bætir við í öðru tísti: „BDSM er ekki ofbeldi.“ Börn og uppeldi Klám Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49 Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
„Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð - ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt - og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni,“ skrifar Hanna á Twitter. BDSM er ekki ofbeldi.— Hanna Björg (@HannaBVilhj) January 28, 2022 Kveikjan að Kastljósþættinum var skoðanagrein sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir skrifuðu á Vísi á miðvikudag. Þar gagnrýndu þær Siggu Dögg fyrir að hafa kennt unglingum að „kyrkja hvert annað í nafi kynfrelsis.“ Sigga hefur síðan greinin birtist neitað því að kenna unglingum kyrkingar en hún hafi þó rætt opinskátt um kyrkingar í kynlífi við unglinga þegar hún hafi verið fengin að fræða þau um kynlíf, samþykki og allt sem því fylgir. „Ég kenni ekki kyrkingar í kynfræðslu. Þegar þetta kemur upp og við erum að tala um samþykki og hvernig við eigum að tala um samþykki og mörk þá gef ég stundum nokkra valkosti eða tala um það sem þau biðja um að fjallað sé um. Þannig að það er enginn að kenna kyrkingar, þetta er umræða um þetta: samþykki, mörk, hvernig við setjum það, hvernig við virðum það, hvernig erum við ólík í kynlífi,“ sagði Sigga í Kastljósi í gær. Hún sagðist hafa fjallað örsjaldan um kyrkingar í kennslustundum en þegar það hafi komið upp hafi kyrkingar verið umræðuefni í dægurmálum. Þá hafi henni þótt hún þurfa að ræða málið. Hanna Björg var mjög harðorð í garð Siggu og sagði hana meðal annars „normalísera ofbeldishegðun“ sem Sigga velti mikið fyrir sér. „Hvernig geri ég það? Ég tala um ekkert nema samþykki og mörk og ég er að tala um kynlíf, ekki ofbeldi.“ Hanna Björg segist á Twitter ekki ánægð með sína frammistöðu í þættinum og hefur beðið Siggu Dögg afsökunar á því að hún hafi ekki gert það skýrt að hún fjalli um mikilvæg mál. „Það er rétt að taka fram“ skrifar Hanna á Twitter, „og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu - þetta met ég.“ Hún segir gagnrýni hennar snúast að viðhorfi Siggu Daggar til kláms og kyrkinga í kynfræðslu. „Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu - mikilvæg sem hún er,“ skrifar Hanna og bætir við í öðru tísti: „BDSM er ekki ofbeldi.“
Börn og uppeldi Klám Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49 Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33 Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
„Ég kenni ekki kyrkingar“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að kyrkingar séu langt frá því að vera kenndar á „glæru fjögur“ í kynfræðslu. Börn hafi þó spurt út í kyrkingar í tengslum við kynlíf og þá þurfi hún eðli málsins samkvæmt að tækla málefnið. 27. janúar 2022 19:49
Gagnrýna að unglingum sé kennt að „kyrkja hvert annað í nafni kynfrelsis“ Kynjafræðikennarar gagnrýna harðlega að kyrkingar séu kenndar í skólum landsins sem hluti af kynfræðslu og beina spjótum sínum að Siggu Dögg kynfræðingi. Kynfræðsla snúist ekki um að kenna börnum að kyrkja eða láta kyrkja sig. Fullorðnu fólki beri skylda til að bregðast við þegar klámvæðingin blasir við börnum með þessum hætti. 27. janúar 2022 10:33
Klám, kyrkingar og kynlíf Hvernig líst þér á að fá einhvern til að kyrkja barnið þitt? Væri kannski betri hugmynd að fá skólakerfið til að kenna krökkunum okkar að kyrkja hvert annað, svo að þau geri það örugglega rétt? 26. janúar 2022 15:00