Hugleiðingar um vald, femínisma og feðraveldi Martha Árnadóttir skrifar 28. janúar 2022 20:00 Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Vald er eitt af stóru hugtökunum í allri sögu mannkyns. Vald skiptir máli í öllum samskiptum hvort sem þau eru á milli hinna stærstu eða hinna smæstu, allt frá voldugum stórveldum til vanmáttugra einstaklinga. Vald getur verið flókið og síbreytilegt og hægt að nota það jafnt til góðs sem ills. Vald getur verið máttur, forræði eða yfirráð, en einnig ástæða eða orsök. Einn getur beitt annan valdi og einhver getur valdið einhverju. Það er því ekki að undra að menn hafa löngum velt fyrir sér valdinu eðli þess kostum og göllum. Og svo er það Feðraveldið sem er einstaklega áhugavert fyrirbæri og hefur verið skilgreint sem félagslegt valdakerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslega forréttinda, og stjórna eignum. Kynbundið ofbeldi og mismunun Það er erfitt að hugsa um kynbundið ofbeldi og mismunun án þess að leiða hugann að hugtakinu vald og hvernig valdið flæðir í nær- og fjærumhverfinu okkar, hvar sýnilegir og ósýnilegir þræðir þess liggja? Hvaða vald er viðurkennt og hver á tilkall til valds og hver ekki? Vald getur verið formlegt og óformlegt fylgt embættum og háum stöðum, fjármagni, félagslegum tengslum og ættarsögu - og ekki síst kyni. Við sjáum valdið oft fyrr okkur á lóðréttum ás en kannski er það mun frekar lárétt og flæðir, er alls staðar, þræðir þess umljúka okkur í öllu samhengi eins og franski heimspekingurinn Foucault benti á um miðja síðustu öld - afar gagnlegt sjónarhorn til að skoða brennandi viðfangsefni samtímans. Sem sagt þá er vald ekki eitthvað sem maður hefur, það er ekki vald eins einstaklings yfir öðrum heldur mun óræðara en það. Einstaklingur beitir heldur ekki annan einstakling þessu valdi, heldur ber viðkomandi valdið með sér og hinn aðilinn skynjar það. Vald er sem sagt ekki eitthvað sem einhver hefur, það er enginn valdhafi, heldur liggur valdið í athöfnunum sjálfum, nánar tiltekið í athöfnum sem miða beint eða óbeint að því að hafa áhrif á athafnir annarra t.d. að fá fram samþykki fyrir einhverju. Hvað einkennir þá vald feðraveldisins? Þessi skilgreining á valdi er einkar gagnleg þegar við reynum að átta okkur á því valdi sem býr í feðraveldinu - að skilja það til að geta tekist á við það. Karlar yppta öxlum og skilja ekkert í hvað verið er að tala um þegar ferðaveldið er nefnt, finnst umræðan ósanngjörn og skynja ekki að það að vera karl - eitt og sér - færir þeim forskot á vald og eftir því sem karl er í áhrifameiri stöðu því meira forskot hefur hann á vald og þá sérstaklega gagnvart konu í lægri stöðu hvort sem sú staða er formleg eða óformleg. Samkvæmt öllu þessu má segja að athafnir feðraveldisins og framganga - það sem karlar gera eða aðhafast - styrki og viðhaldi völdum feðraveldisins. Það að vera af ákveðnu kyni ber með sér vald eða valdaleysi sem verður sýnilegast í samskiptum kynjanna á öllum sviðum - á öllum hæðum. Valdið birtist í athöfnum, samskiptum og tengslum kynjanna og þannig má segja að völd feðraveldisins nærist á framgöngu þess, athöfnum og gjörðum, formlegum og óformlegum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun