Sigurður Bragason: Fæ ekkert að njóta sólarinnar á Spáni Andri Már Eggertsson skrifar 29. janúar 2022 15:51 Sigurður á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Sigurganga ÍBV hélt áfram í Framheimilinu þar sem ÍBV vann tveggja marka útisigur á toppliði Fram 24-26. Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var í skýjunum eftir leik. „Liðið eru orðið betra frá því við töpuðum okkar seinasta leik sem var gegn Fram í nóvember. Við höfum æft gríðarlega vel um jólin, við misstum leikmann í Evrópumótið og við spiluðum ekkert í desember heldur æfðum bara vel sem er að skila sér. Þetta var áttundi sigur okkar í röð með Evrópukeppninni,“ sagði Sigurður hæstánægður með sigurinn. ÍBV skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik og var Sigurður afar sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik. „Þetta var besti hálfleikurinn sem við höfum spilað í vetur. Sóknarleikurinn var frábær sem skilaði sautján mörkum gegn öflugri vörn og einum besta markmanni deildarinnar er ekki auðvelt og engin grís.“ Það var jafnræði með liðunum í síðari hálfleik og höfðu heimakonur tækifæri á að jafna leikinn undir lokin en ÍBV tókst að halda þetta út. „Mér fannst Fram lélegar í byrjun og þær eru eflaust sammála mér, þær voru linar og vissum við það í hálfleik að þær myndu koma til baka. Mistökin komu þegar við fórum að horfa meira á klukkuna en við kláruðum leikinn sem ég er gríðarlega ánægður með.“ Sigurður Bragason óskaði eftir því að lenda á móti lið frá Spáni í Evrópukeppninni. Sigurði varð að ósk sinni og er á leiðinni til Costa del Sol. „Við erum að fara til Costa del Sol sem verður dásamlegt. Við fljúgum til Spánar á föstudegi og komum heim á mánudagsnóttu sem þýðir að ég fæ ekki einn dag í sól. Ég hef íhugað að segja upp út af þessu skipulagsleysi en það verður gaman að fara til Spánar þrátt fyrir að maður verður bara inn á hóteli,“ sagði Sigurður Bragason léttur að lokum. ÍBV Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sjá meira
„Liðið eru orðið betra frá því við töpuðum okkar seinasta leik sem var gegn Fram í nóvember. Við höfum æft gríðarlega vel um jólin, við misstum leikmann í Evrópumótið og við spiluðum ekkert í desember heldur æfðum bara vel sem er að skila sér. Þetta var áttundi sigur okkar í röð með Evrópukeppninni,“ sagði Sigurður hæstánægður með sigurinn. ÍBV skoraði 17 mörk í fyrri hálfleik og var Sigurður afar sáttur með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik. „Þetta var besti hálfleikurinn sem við höfum spilað í vetur. Sóknarleikurinn var frábær sem skilaði sautján mörkum gegn öflugri vörn og einum besta markmanni deildarinnar er ekki auðvelt og engin grís.“ Það var jafnræði með liðunum í síðari hálfleik og höfðu heimakonur tækifæri á að jafna leikinn undir lokin en ÍBV tókst að halda þetta út. „Mér fannst Fram lélegar í byrjun og þær eru eflaust sammála mér, þær voru linar og vissum við það í hálfleik að þær myndu koma til baka. Mistökin komu þegar við fórum að horfa meira á klukkuna en við kláruðum leikinn sem ég er gríðarlega ánægður með.“ Sigurður Bragason óskaði eftir því að lenda á móti lið frá Spáni í Evrópukeppninni. Sigurði varð að ósk sinni og er á leiðinni til Costa del Sol. „Við erum að fara til Costa del Sol sem verður dásamlegt. Við fljúgum til Spánar á föstudegi og komum heim á mánudagsnóttu sem þýðir að ég fæ ekki einn dag í sól. Ég hef íhugað að segja upp út af þessu skipulagsleysi en það verður gaman að fara til Spánar þrátt fyrir að maður verður bara inn á hóteli,“ sagði Sigurður Bragason léttur að lokum.
ÍBV Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum