Lögregla fjarlægði mótmælendur úr Kringlunni Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 16:48 Mótmælendurnir voru grímuklæddir og voru fjarlægðir af lögreglu. Aðsend Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna. Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta. Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Að sögn lögreglu óskaði Kringlan eftir því að mótmælendurnir yrðu fjarlægðir. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjarlægðir og við urðum við þeirri ósk,“ sagði vakthafandi lögreglumaður í samtali við fréttastofu. Hann sagði að málið yrði skoðað betur eftir helgina en sagði að engir eftirmálar hefðu orðið af hálfu lögreglu enn sem komið er. Að sögn Sigurjóns Þórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, sagði hann að vakthafandi gæsla Kringlunnar kallaði ítrekað til lögreglu ef þeir teldu þörf á. „Þeir hafa metið það að þetta hafi haft truflandi áhrif á gesti og starfsemi hússins,“ sagði Sigurjón þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið nú á fimmta tímanum. Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum Í pósti sem barst fréttastofu vísa mótmælendur í kvikmyndina V for Vendetta og segja að um hafi verið að ræða „friðsæl mótmæli gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.“ Mótmælendur báru grímur sem koma fyrir í myndinni. Þar kemur einnig fram að borgaraleg óhlýðni sé ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg. Þá er spurt hvenær almenningi hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir og að ríkið sé komið á hálan ís þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér vald yfir lífi og heilsu borgarans. Stórum spurningum sé ósvarað nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaáætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða og horft sé yfir farinn veg. Ekki er ljóst hversu lengi mótmælin stóðu yfir en ljóst er að þau hafa vakið athygli gesta.
Kringlan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira