Forseti viðurkennir mistök varðandi grímuskyldu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 21:52 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segist bera ábyrgð á því að gildandi sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt. Vísir/Egill Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist bera ábyrgð á því að ekki hafi verið farið eftir gildandi sóttvarnareglum við veitingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna sem fram fóru í liðinni viku. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 25. janúar síðastliðinn og vöktu netverjar athygli á því að sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt á viðburðinum. Við þessu hefur Guðni nú gengist og segist hann biðjast innilegrar afsökunar á mistökunum. Því miður hafi reglum um grímuskyldu ekki verið fylgt og á því beri hann ábyrgð. „Eftir að gestir höfðu fengið sér sæti í salnum var grímunotkunar ekki krafist, en það samræmdist ekki gildandi sóttvarnarreglum. Ég ber ábyrgð á þeim misskilningi. Sömuleiðis var það misráðið af mér að fallast á undanþágu til að halda slíkan viðburð á Bessastöðum, segir Guðni í færslu á Facebook síðu sinni. Hann bætir við að forsetaembættið hafi reglulega frestað viðburðum eða fallið frá þeim og einsett sér að fylgja öllum tilmælum í hvívetna. „Sá eða sú, sem gegnir embætti forseta Íslands, á að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú fór svo að það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann, eins og sálmaskáldið orti, eða sjálfsmark á lokakaflanum svo að notuð sé samlíking úr heimi boltaíþrótta. Ég biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.“ Forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 25. janúar síðastliðinn og vöktu netverjar athygli á því að sóttvarnareglum hafi ekki verið fylgt á viðburðinum. Við þessu hefur Guðni nú gengist og segist hann biðjast innilegrar afsökunar á mistökunum. Því miður hafi reglum um grímuskyldu ekki verið fylgt og á því beri hann ábyrgð. „Eftir að gestir höfðu fengið sér sæti í salnum var grímunotkunar ekki krafist, en það samræmdist ekki gildandi sóttvarnarreglum. Ég ber ábyrgð á þeim misskilningi. Sömuleiðis var það misráðið af mér að fallast á undanþágu til að halda slíkan viðburð á Bessastöðum, segir Guðni í færslu á Facebook síðu sinni. Hann bætir við að forsetaembættið hafi reglulega frestað viðburðum eða fallið frá þeim og einsett sér að fylgja öllum tilmælum í hvívetna. „Sá eða sú, sem gegnir embætti forseta Íslands, á að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú fór svo að það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann, eins og sálmaskáldið orti, eða sjálfsmark á lokakaflanum svo að notuð sé samlíking úr heimi boltaíþrótta. Ég biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.“
Forseti Íslands Íslensku bókmenntaverðlaunin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Hallgrímur tók þrennuna Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í þriðja sinn nú í kvöld. Þórunn Rakel Gylfadóttir og Sigrún Helgadóttir hlutu einnig verðlaunin. 25. janúar 2022 20:59