Erlent

Öryggis­ráðið kemur saman vegna á­standsins í Úkraínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. EPA

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið.

Þetta verður í fyrsta sinn sem öryggisráðið kemur saman til að ræða þetta tiltekna mál en fundurinn er haldinn að beiðni Bandaríkjamanna. 

Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Linda Thomas-Greenfield, segir að aðgerðir Rússa á landamærum Úkraínu ógni friði og öryggi í heiminum og því verði öryggisráðið að ræða málið í þaula. 

Rússneski kollegi hennar hefur þegar svarað henni á Twitter og segir boðun fundarins vera einstaka, því aldrei áður hafi ráðið verið kallað saman til að ræða ógn sem enginn fótur sé fyrir. 

Rússar hafa þráfaldlega neitað fyrir að þeir hyggi á innrás í Úkraínu.


Tengdar fréttir

Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“

Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×