Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2022 11:06 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi. Þetta segist Þóra Kristín gera eftir fjölmargar áskoranir sem komið hafa fram og Vísir greindi frá í morgun. „Það geri ég í trausti þess að ég fái stuðning til að hrinda í framkvæmd tímabærum breytingum á starfseminni sem ekki er hægt að skorast undan lengur í ljósi síðustu atburða. Okkar sameiginlegu hagsmunir, bæði þeirra sem hafa glímt við fíknivanda og/eða eiga ástvini í þeim sporum, og samfélagsins alls, eru að við gerum allt sem við getum til að að styðja veika alkóhólista til betra lífs, með meðferð, endurhæfingu, sálrænum stuðningi og eftirfylgd,“ segir Þóra Kristín í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Eitruð karlmennska og veik staða kvenna Þóra Kristín segir SÁÁ samansafn ólíkra einstaklinga með mjög fjölbreyttan farangur mannlegra breyskleika. Hún segir jafnframt að samtökin vilji taka utan um alla, hjálpa öllum. Það megi aldrei breytast. „Þegar það koma upp erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verðum við alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis. Þetta getur verið flókið en það þýðir ekki að það megi gefa afslátt af öryggi fólks eða mannlegri reisn.“ Hún segir þetta vissulega flókið viðfangsefni vegna þess að öll séu þau saman í þessu, karlar, konur og ungmenni, bæði gerendur og þolendur ofbeldisbrota. Þá víkur hún að því sem hún kallar eitraða karlmennsku og veikri stöðu kvenna: „Eitruð karlmennska og harka er fylgifiskur harðrar neyslu og þótt fólk komi úr allskonar aðstæðum höfum við flest verið föst inni í vítahring og útsett fyrir margskonar ofbeldi og sárindum. Konur hafa oft veikari félagslega stöðu og minni líkamsburði til að verja sig. En það er til mikils að vinna. Ofneysla áfengis, lyfja og annarra vímuefna er algengasta dánarorsök ungs fólks í dag. Bakvið slys, afbrot, ofbeldi, ótímabæra örorku, geðsjúkdóma, og hræðileg barnaverndarmál, felur þessi sjúkdómur sig oft í bakgrunninum sem orsök eða meðvirkandi þáttur.“ Vill koma sannleiksnefnd á fót Þá boðar Þóra Kristín sannleiksnefnd sem hún hyggst koma á fót. „Brýnt er að setja saman sannleiksnefnd til að taka á ofbeldis- og áreitnismálum innan vébanda samtakanna í fortíð og framtíð. Nýkjörin stjórn þarf að setja sér siðareglur til að tryggja að það hafi sjálfkrafa í för með sér brottvísun úr öllum trúnaðarstöðum ef fólk innan samtakanna verður uppvíst að því að brjóta á veiku fólki eða misnota aðstöðu sína. SÁÁ eru grasrótarsamtök ólíkra einstaklinga sem hafa borið uppi meðferð alkóhólista og vímuefnasjúklinga áratugum saman. Karlar og konur, fólk úr öllum stéttum samfélagsins, hafa tekið höndum saman í baráttunni og sú samkennd ásamt velvild þjóðarinnar er dýrmætasta eign samtakanna.“ Þóra Kristín segist að endingu óska eftir stuðningi til að leiða umbótastarf sem framundan sé. Samtökin hafi ótrúlegan meðbyr í samfélaginu vegna þess ótvíræða árangurs sem hefur náðst. Þar hafi margir einstaklingar lyft grettistaki og hún beri ómælda virðingu fyrir þeim öllum. Félagasamtök Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta segist Þóra Kristín gera eftir fjölmargar áskoranir sem komið hafa fram og Vísir greindi frá í morgun. „Það geri ég í trausti þess að ég fái stuðning til að hrinda í framkvæmd tímabærum breytingum á starfseminni sem ekki er hægt að skorast undan lengur í ljósi síðustu atburða. Okkar sameiginlegu hagsmunir, bæði þeirra sem hafa glímt við fíknivanda og/eða eiga ástvini í þeim sporum, og samfélagsins alls, eru að við gerum allt sem við getum til að að styðja veika alkóhólista til betra lífs, með meðferð, endurhæfingu, sálrænum stuðningi og eftirfylgd,“ segir Þóra Kristín í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Eitruð karlmennska og veik staða kvenna Þóra Kristín segir SÁÁ samansafn ólíkra einstaklinga með mjög fjölbreyttan farangur mannlegra breyskleika. Hún segir jafnframt að samtökin vilji taka utan um alla, hjálpa öllum. Það megi aldrei breytast. „Þegar það koma upp erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verðum við alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis. Þetta getur verið flókið en það þýðir ekki að það megi gefa afslátt af öryggi fólks eða mannlegri reisn.“ Hún segir þetta vissulega flókið viðfangsefni vegna þess að öll séu þau saman í þessu, karlar, konur og ungmenni, bæði gerendur og þolendur ofbeldisbrota. Þá víkur hún að því sem hún kallar eitraða karlmennsku og veikri stöðu kvenna: „Eitruð karlmennska og harka er fylgifiskur harðrar neyslu og þótt fólk komi úr allskonar aðstæðum höfum við flest verið föst inni í vítahring og útsett fyrir margskonar ofbeldi og sárindum. Konur hafa oft veikari félagslega stöðu og minni líkamsburði til að verja sig. En það er til mikils að vinna. Ofneysla áfengis, lyfja og annarra vímuefna er algengasta dánarorsök ungs fólks í dag. Bakvið slys, afbrot, ofbeldi, ótímabæra örorku, geðsjúkdóma, og hræðileg barnaverndarmál, felur þessi sjúkdómur sig oft í bakgrunninum sem orsök eða meðvirkandi þáttur.“ Vill koma sannleiksnefnd á fót Þá boðar Þóra Kristín sannleiksnefnd sem hún hyggst koma á fót. „Brýnt er að setja saman sannleiksnefnd til að taka á ofbeldis- og áreitnismálum innan vébanda samtakanna í fortíð og framtíð. Nýkjörin stjórn þarf að setja sér siðareglur til að tryggja að það hafi sjálfkrafa í för með sér brottvísun úr öllum trúnaðarstöðum ef fólk innan samtakanna verður uppvíst að því að brjóta á veiku fólki eða misnota aðstöðu sína. SÁÁ eru grasrótarsamtök ólíkra einstaklinga sem hafa borið uppi meðferð alkóhólista og vímuefnasjúklinga áratugum saman. Karlar og konur, fólk úr öllum stéttum samfélagsins, hafa tekið höndum saman í baráttunni og sú samkennd ásamt velvild þjóðarinnar er dýrmætasta eign samtakanna.“ Þóra Kristín segist að endingu óska eftir stuðningi til að leiða umbótastarf sem framundan sé. Samtökin hafi ótrúlegan meðbyr í samfélaginu vegna þess ótvíræða árangurs sem hefur náðst. Þar hafi margir einstaklingar lyft grettistaki og hún beri ómælda virðingu fyrir þeim öllum.
Félagasamtök Ólga innan SÁÁ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira