Helga Margrét vill 5. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 15:06 Helga Margrét Marzellíusardóttir. Aðsend Helga Margrét Marzellíusardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í tilkynningu kemur fram að Helga sé 33 ára, fædd á Ísafirði en hafi búið í Reykjavík í seinni tíð. „Helga er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Helga er tónlistarkona og starfar sjálfstætt sem slík auk þess að starfa sem kórstjóri Hinsegin kórsins. Hún gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Helga sé 33 ára, fædd á Ísafirði en hafi búið í Reykjavík í seinni tíð. „Helga er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Helga er tónlistarkona og starfar sjálfstætt sem slík auk þess að starfa sem kórstjóri Hinsegin kórsins. Hún gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra.
Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira