Innlent

Hellisheiði og Þrengsli opin fyrir umferð á ný

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Suðurlandsvegi lokað vegna veðurs
Suðurlandsvegi lokað vegna veðurs Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Búið er að opna Hellisheiði en Vegagerðin lokaði henni fyrr í dag vegna vonskuveðurs. Á annan tug bíla festu sig þar þegar veðrið var hvað verst. Björgunarsveitir voru kallaðar út en ökumenn náðu flestir sjálfir að losa bíla sína.

Þá er einnig búið að opna veginn um Þrengsli. Þar er enn snjóþekja á veginum en unnið er að mokstri.

Snörp lægð gekk yfir suðvesturhorn landsins síðdegis en henni fylgdi mikil snjókoma.

Vegagerðin varar við því að víða um land er snjóþekja og hálka á vegum og því um að gera fyrir ökumenn að fara varlega.


Tengdar fréttir

Minnst ellefu bílar fastir á Hellisheiði

Minnst ellefu bílar eru fastir á Hellisheiði og minnst einn árekstur hefur orðið uppi á heiðinni. Aðstæður eru slæmar og hefur blindbylur gert björgunarstörf erfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×