Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 19:30 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Móa Gustum Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“ Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Trans kona greindi frá því á Twitter fyrir helgi að hún hafi beðið í yfir sextíu vikur eftir kynleiðréttingaraðferð, en hún óskaði eftir aðgerð haustið 2020. Vegna faraldurs kórónuveirunnar hefur Landspítalinn ýmist verið færður af og á neyðarstig síðustu tvö ár - en þegar neyðarstig er í gildi er þeim aðgerðum sem ekki eru taldar lífsnauðsynlegar, frestað. Okei er búin að fá að melta fréttir gærkvöldsins núna og langar að tala um þetta mjög opinskátt.Ég hágrét í allt gærkvöld og hélt áfram í morgun og í strætó, ég er búin að bíða eftir þessari aðgerð í raun allt mitt líf en hef verið á official biðlista síðan í nóvember 2020.— Bríet Hálandanorn (@thvengur) January 28, 2022 Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks Formaður Trans Ísland segir kynleiðréttinaraðgerðir lífsnauðsynlegar fyrir þennan hóp. Biðin hafi alvarleg áhrif á geðheilsu trans fólks en aðgerðin sé í augum margra stærsta skrefið í ferlinu. „Það er ótrúlega erfitt að þurfa að setja líf sitt í einhverja biðstöðu vegna þess að fólk t.d. sem er trans forðast það að fara í sund eða líkamsrækt eða annað slíkt því það er óöruggt með sinn líkama og það að geta ekki farið í þessar aðgerðir frestar því enn frekar,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland. Hún segir nauðsynlegt fyrir þennan hóp að kynleiðréttingaraðgerðir verið framkvæmdar á ný. „Það hefur verið mikið af fólki sem hefur haft samband við Trans Ísland og spurt hvort eitthvað sé hægt að gera í þessu til þess að pressa á.“ Vill aðgerðirnar í forgang Hún segir vandann liggja hjá stjórnendum Landspítala og vill að þessar aðgerðir verði settar í forgang. „Við viljum náttúrulega biðla til forstjóra Landspítala og annarra að þetta verði skoðað. Við höfum sömuleiðis talað við transteymi Landspítala sem heldur utan um þessar meðferðir og þeir hafa líka áhyggjur af þessari löngu bið. Þetta snýst svolítið um það að þessari þjónustu sé tekið alvarlega.“ Hún segir að þjónusta við trans fólk hafi því miður verið vanrækt í heilbrigðiskerfinu. „Það hefur verði lítið fjármagn og lítill forgangur á þessari þjónustu og það birtist núna í Covid og fleira að þessi þjónusta er alltaf sett undir teppið og ekki hugsað um okkur.“
Málefni transfólks Landspítalinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent