Ekki sammála um hvað Klopp hefði gert Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 31. janúar 2022 19:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, eru miklir aðdáendur Liverpool og var knattspyrnustjóri félagsins dreginn inn í umræður um hversu stór og hröð skref ætti að stíga í að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, eru ekki á einu máli um hvernig Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool, myndi bregðast við breyttum aðstæðum í kórónuveirufaldrinum, væri hann við stjórnvölinn. Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Katrín og Þorgerður Katrín mættust í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem þær tókust á um hvort stíga ætti hraðari skref til afléttingar samkomutakmarkana hér á landi en ráð er er gert fyrir. Vildi Þorgerður Katrín meina að tilefni væri til að feta í fótspor Dana og aflétta ætti öllum samkomutakmörkunum við fyrsta tækifæri. Var hún spurð að því hvort að hún myndi aflétta öllu réði hún ferðinni? „Já, ég myndi gera það. Ég myndi fara svipaða leið og Danir. Danir eru að fara að aflétta öllu á morgun. Á afmælisdegi Katrínar, 1. febrúar. Ég hefði bara breytt um leikskipulag,“ sagði Þorgerður Katrín og dró fyrrnefndan Klopp inn í umræðuna. „Allar staðreyndir sýna fram á það að við getum gert það og ég hefði líka, talandi um eitthvað sem við Katrín eigum sameiginlegt. Jürgen Klopp hefði brugðist öðruvísi við, hann hefði aflétt hraðar, sagði Þorgerður Katrín en hún og Katrín eru forfallnir aðdáendur Liverpool og þar með Þjóðverjans snjalla. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á sér marga aðdáendur.EPA-EFE/Chris Brunskill Sjálf var Katrín hins vegar efins um að Klopp myndi stíga þau skref sem Þorgerður minntist á. „Ég veit það ekki sko. Ég held að Klopp hefði gert nákvæmlega það sem við gerðum í síðustu viku sem er náttúrulega mikilvægasta breytingin kannski af þeim öllum sem er breytt fyrirkomulag sóttkvíar og smitgátar, sagði Katrín sem vildi jafnframt meina að með því væru stjórnvöld að færa samfélagið frá því að tempra fjölgun smita yfir í að opna það.“ Sagði hún jafnframt mikilvægt að stíga varfærin skref í samráði við sérfræðinga og það sem vísindin segja. „Ég get alveg fullvissað okkur öll um það að við erum að reyna að gera þetta í sem bestu samráði við vísindamenn og sérfræðinga og mögulegt er, þannig að við getum hreinlega klárað þetta,“ sagði Katrín. Þorgerður Katrín greip þá orðið á lofti og sagðist ekki efast um að hlustað væri á vísindin í Danmörku. „Vísindin einmitt segja okkur það að við getum tekið stærri skref núna og ég efast ekki um það að Danir eru einmitt að byggja allt sitt á vísindum. Við eigum að taka mun stærri skref heldur en verið er að gera núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira