Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
„Ég hef verið að fá hvatningu og hún er að koma víða að,“ er haft eftir Mörtu, sem segist þakklát fyrir stuðninginn. Hún segist muni gera upp hug sinn fljótlega.
„Ég vil taka málið til gaumgæfilegrar athugunar og þá í samráði við mína fjölskyldu og mitt bakland, þar sem þetta er stór ákvörðun sem maður tekur ekki einn.“
Eyþór Arnalds, núverandi oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, hefur þegar gefið út að hann hyggist ekki sækjast eftir forystusætinu.