Bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. febrúar 2022 12:53 Margir mættu í sýnatöku í gær en vegna anna getur fólk þurft að bíða eftir niðurstöðu. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að aflétta neyðarstigi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Sóttvarnalæknir segir verið að kalla eftir upplýsingum til að meta hvort það sé tímabært. Þá hefur bið eftir niðurstöðu úr sýnatöku lengst. Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
Í gær greindust 1.421 með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru 35% í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir marga hafa mætt í sýnatöku í gær. „Það voru mjög mörg sýni tekin í gær. Um sjö þúsund PCR sýni sem er alveg við bara hámarksafkastagetu Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri. Þannig við erum bara aðeins að skoða það hvernig við getum gert þetta meira effektíft í greiningunni en þetta getur gerst ef að mörg sýni eru tekin þá getur þetta safnast yfir á næsta dag og þá verða tölurnar kannski svona svolítið sveiflukenndar.“ Biðtími eftir niðurstöðum úr sýnatöku hefur lengst. Íslensk erfðagreining hætti að greina innanlandssýni um helgina og sér Landspítalinn nú alfarið um greiningu sýnanna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir það hafa verið niðurstöðuna, eftir samtal hans og Þórólfs, að fyrirtækið hætti að greina sýni. „Einhverra hluta vegna þá fannst okkur þegar við ræddum þetta eins og nú ætti Landspítalinn að geta valdið þessu og við hættum,“ segir Kári. Hann segir þó ekki standa á fyrirtækinu að aðstoða aftur ef þess gerist þörf. Samkvæmt svörum frá Landspítalanum ræður sýkla- og veirufræðideild spítalans við að greina um fimm þúsund sýni á dag. Ef fleiri sýni berast þá verði óhjákvæmilega tafir á greiningu. Fólk fái þá niðurstöður ekki samdægurs heldur eftir einn til tvo daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir verið að meta það hvort hægt sé að létta frekar á sóttvarnaraðgerðum. Vísir/Vilhelm Skoða að fara af neyðarstigi Þórólfur segir að nú sé til skoðunar að stytta einangrun fyrir einkennalausa í fimm daga í stað sjö en engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Þá sé einnig í skoðun að breyta reglum um sitjandi viðburði. Þá er í skoðun að aflétta bæði neyðarstigi Landspítalans og neyðarstigi almannavarna. „Það er bara í skoðun og almannavarnir eru í sambandi við ýmis fyrirtæki sem leggja mat á sýna starfsemi út frá veikindum og það kemur að sjálfsögðu inn í það mat hvort að eigi að aflétta neyðarstiginu og fara niður á hættustig. Það er bara í skoðun. Þeir eru að fá upplýsingar frá fyrirtækjum núna þannig ég held að það sé bara von á ákvörðun bara núna mjög fljótlega myndi ég halda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Landspítalinn Tengdar fréttir 1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14 Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07 816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Sjá meira
1.421 greindist innanlands í gær 1.421 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 36 á landamærum. 1. febrúar 2022 10:14
Til skoðunar að stytta einangrun Til umræðu er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. 31. janúar 2022 19:07
816 greindust innanlands 816 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 116 á landamærum. 31. janúar 2022 10:33