Þetta segir í tilkynningu frá Matvælastofnun en fyrirtækið Dai Phat hefur flutt perurnar inn og selt í versluninni Dai Phat Asian Supermarket í Faxafeni.
Leifar af varnarefninu klórpyrifos fannst í perunum en það er ólöglegt að nota það í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kallað inn vöruna.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunar gegn endurgreiðslu.