Telur mögulegt að verið sé að gefa ráðherra heimild til skyldubólusetninga Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 12:50 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir stórpólitískt mál að fela heilbrigðisráðherra heimild til að ákveða ónæmisaðgerðir eins og bólusetningu með reglugerð einni saman. Það geti veitt honum svigrúm til að setja á skyldubólusetningu. Sóttvarnalæknir verður samkvæmt nýju frumvarpi pólitískt skipaður. Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Sjá meira
Frumvarp til nýrra sóttvarnalaga hefur verið lagt fram til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Síðast þegar það var lagt þar fram bárust tugir athugasemda, mikið til frá almenningi, þar sem miklum efasemdum var lýst um að sóttvarnalæknir yrði framvegis pólitískt skipaður. Sú breyting er enn fyrirhuguð. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður velferðarnefndar kveðst ekki gera athugasemdir við þessa tilteknu breytingu. „Það sem við höfum verið að gagnrýna er skortur á upplýsingum og skortur á aðkomu löggjafans í þessu, Alþingis, fulltrúa almennings. Sömuleiðis sé ég ekkert athugavert við að sóttvarnalæknir sé beint skipaður til fimm ára. Ég held að það sé bara jákvætt að það sé alveg skýrt,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Til stendur að færa verkefni sóttvarnalæknis, að leggja til samkomutakmarkanir í faraldursástandi, á fleiri hendur; nefnilega nýs fjölskipaðs stjórnvalds, farsóttanefndar. Þar verði sóttvarnalæknir þó formaður. „Ég held að það sé mjög brýnt að breikka ábyrgðina þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum eins og mér sýnist vera gert þarna varðandi farsóttarnefndina,“ segir Helga. Helga Vala hefur hins vegar efasemdir um að ráðherra verði falið vald til þess að kveða á um svokallaðar ónæmisaðgerðir með reglugerð - að fengnum tillögum farsóttarnefndar. „Þetta er stórpólitískt mál. Með þessu er í rauninni verið að gefa ráðherra heimild að því er mér sýnist fljótt á litið til þess að kveða á um skyldubólusetningar. Ég held að það þurfi að skoða það mjög gaumgæfilega,“ segir Helga Vala. Gagnrýnt hefur verið að ekki sé ráðist hraðar í afléttingar takmarkana. „Það segja sumir að það sé ekki lagastoð fyrir þeim aðgerðum sem við erum í núna og jafnvel sumir ráðherrar fullyrða það. Ég verð að álykta sem svo að þeir ráðherrar hafi fleiri gögn á borðinu en við óbreyttir þingmenn, við hljótum þá að kalla eftir því að fá þær upplýsingar,“ segir Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Sjá meira