Ættu að geta reitt sig á dómskerfið en ekki „hvísl“ til að tryggja öryggi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 13:37 Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata vill heildarendurskoðun á refsilöggjöf þar sem sjónarmið þolenda eru höfð að leiðarljósi. Hún hefur sjálf hug á því að leggja fram slíka þingsályktunartillögu næst þegar hún fer á þing. Hún er bjartsýn á að það verði mögulega í næsta mánuði. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á því að ekki sé sjálfstætt refsiákvæði um byrlun í refsilöggjöf ekki síst í ljósi þess að athæfið hafi verið stundað í árafjöld. Aragrúi frásagna kvenna sem ná langt aftur í tímann eru til vitnis um það. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar kom í ljós að byrlun sem slík er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi. Sökum þessa eru engum tölfræðiupplýsingum fyrir að fara um byrlun. Lenya Rún hafði ekki áttað sig á þessu þegar hún lagði fyrirspurnina fram síðasta haust. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt er að hlusta á fréttatímann í heild neðst í fréttinni. „Nei, ég lagði þessa fyrirspurn fram þegar fólk opnaði sig um byrlunarfaraldurinn sem var þá í gangi. Þetta var einhvern tímann í september eða október. […] Það var því í sjálfu sér alveg borðleggjandi að leggja fram þessa fyrirspurn því við þurfum að fá tölfræðigögn um byrlanir því þær eru miklu algengari en við almennt höldum.“ Var byrluð ólyfjan síðasta sumar Lenyu Rún var sjálfri byrluð ólyfjan síðasta sumar án þess þó að verða fyrir frekara ofbeldi. Þessi reynsla var henni afar þungbær. „Það gerðist ekkert meira en það. Ég vissi strax hvað væri að gerast og fór bara beint heim. Þetta er ógeðsleg tilfinning og mér leið eins og brotið hefði verið á mér. Ég hef heyrt það nákvæmlega sama frá mjög mörgum í kringum mig.“ Lenya Rún hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þolendamiðaða heildarendurskoðun hegningarlaga. Hún leggur til hegningaraukaákvæði þegar brot eru framin þegar þolanda hefur verið byrluð ólyfjan en vill einnig sjá sjálfstætt refsiákvæði er varðar byrlunina sjálfa. „Það eina sem ég er að biðja um er að dómsmálaráðherra endurskoði þessi lög með hagsmuni þolenda í fyrirrúmi og út frá sjónarmiðum þeirra.“ Konur eigi að geta treyst dómskerfinu Lenya Rún telur að þetta byrlunarmál sé enn einn liðurinn í því að margar konur vantreysti dómskerfinu. Þær hafi neyðst til að fara óhefðbundnari leiðir til að tryggja öryggi sitt og kynsystra sinna. „Við tölum gjarnan um „hvísl“ á milli kvenna en það er eitthvað sem hjálpar okkur rosalega mikið, sem er rosalega sorglegt því við ættum að geta reitt okkur á dómskerfið í landinu okkar þegar kemur að byrlun.“ Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á kynferðisbrotadeild lögreglunnar, sagði í samtali við RÚV þegar frásagnir af byrlun komust í hámæli að hann vissi ekki til þess að nokkrun tímann hafi verið sakfellt fyrir að fólki sé byrluð ólyfjan hér á landi. Hann sagði að miðað við umræðu á samfélagsmiðlum væri mögulega aukning á þessu athæfi – í minnsta lagi væri vakning um það en líkt og fram kom í þessari frétt er erfitt að öðlast yfirsýn í þessum málaflokki því ekki er hægt að styðjast við neina tölfræði. Hún er hreinlega ekki til. Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03 Sjö tilkynntu byrlun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Sjö voru fluttir á slysadeild Landspítala um helgina vegna gruns um að þeim hafi verið byrlun ólyfjan á skemmtistöðum í miðborginni. Málin eru öll til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3. nóvember 2021 10:50 Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar kom í ljós að byrlun sem slík er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi. Sökum þessa eru engum tölfræðiupplýsingum fyrir að fara um byrlun. Lenya Rún hafði ekki áttað sig á þessu þegar hún lagði fyrirspurnina fram síðasta haust. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt er að hlusta á fréttatímann í heild neðst í fréttinni. „Nei, ég lagði þessa fyrirspurn fram þegar fólk opnaði sig um byrlunarfaraldurinn sem var þá í gangi. Þetta var einhvern tímann í september eða október. […] Það var því í sjálfu sér alveg borðleggjandi að leggja fram þessa fyrirspurn því við þurfum að fá tölfræðigögn um byrlanir því þær eru miklu algengari en við almennt höldum.“ Var byrluð ólyfjan síðasta sumar Lenyu Rún var sjálfri byrluð ólyfjan síðasta sumar án þess þó að verða fyrir frekara ofbeldi. Þessi reynsla var henni afar þungbær. „Það gerðist ekkert meira en það. Ég vissi strax hvað væri að gerast og fór bara beint heim. Þetta er ógeðsleg tilfinning og mér leið eins og brotið hefði verið á mér. Ég hef heyrt það nákvæmlega sama frá mjög mörgum í kringum mig.“ Lenya Rún hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þolendamiðaða heildarendurskoðun hegningarlaga. Hún leggur til hegningaraukaákvæði þegar brot eru framin þegar þolanda hefur verið byrluð ólyfjan en vill einnig sjá sjálfstætt refsiákvæði er varðar byrlunina sjálfa. „Það eina sem ég er að biðja um er að dómsmálaráðherra endurskoði þessi lög með hagsmuni þolenda í fyrirrúmi og út frá sjónarmiðum þeirra.“ Konur eigi að geta treyst dómskerfinu Lenya Rún telur að þetta byrlunarmál sé enn einn liðurinn í því að margar konur vantreysti dómskerfinu. Þær hafi neyðst til að fara óhefðbundnari leiðir til að tryggja öryggi sitt og kynsystra sinna. „Við tölum gjarnan um „hvísl“ á milli kvenna en það er eitthvað sem hjálpar okkur rosalega mikið, sem er rosalega sorglegt því við ættum að geta reitt okkur á dómskerfið í landinu okkar þegar kemur að byrlun.“ Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á kynferðisbrotadeild lögreglunnar, sagði í samtali við RÚV þegar frásagnir af byrlun komust í hámæli að hann vissi ekki til þess að nokkrun tímann hafi verið sakfellt fyrir að fólki sé byrluð ólyfjan hér á landi. Hann sagði að miðað við umræðu á samfélagsmiðlum væri mögulega aukning á þessu athæfi – í minnsta lagi væri vakning um það en líkt og fram kom í þessari frétt er erfitt að öðlast yfirsýn í þessum málaflokki því ekki er hægt að styðjast við neina tölfræði. Hún er hreinlega ekki til.
Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03 Sjö tilkynntu byrlun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Sjö voru fluttir á slysadeild Landspítala um helgina vegna gruns um að þeim hafi verið byrlun ólyfjan á skemmtistöðum í miðborginni. Málin eru öll til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3. nóvember 2021 10:50 Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03
Sjö tilkynntu byrlun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Sjö voru fluttir á slysadeild Landspítala um helgina vegna gruns um að þeim hafi verið byrlun ólyfjan á skemmtistöðum í miðborginni. Málin eru öll til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3. nóvember 2021 10:50
Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40