Brotið gegn börnum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 13:00 Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, eða 39,8% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. Meira en helmingi fleiri. Á bakvið hvern sem um fjölgar liggja mörg mannslíf í rúst, sár sem aldrei gróa. Líf sem aldrei verður samt. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur á tímabilinu einnig farið fjölgandi. Á árinu 2021 bárust 1.846 tilkynningar frá skólakerfinu, það er fjölgun um rúmlega 200 frá árinu 2019, og fjölgun um 26% frá heilbrigðisþjónustunni. Gera má ráð fyrir því að tilkynningar frá skólum og heilbrigðiskerfinu séu byggðar á rökstuddum grun og ber að taka þessari fjölgun grafalvarlega. Það þarf að tryggja að til staðar séu viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og kennara sem verða þess áskynja að börn lifi ekki við ásættanlegar aðstæður. Mikilvægt er að efla þjálfun, vitund og viðbrögð þeirra svo rétt sé staðið að málum. Í mörgum tilfellum verður að grípa strax til aðgerða svo barn hljóti ekki enn meiri skaða af aðstæðum heima fyrir. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur aukist á covid-árunum, úr 908 í 1171 á tímabilinu. Þetta er þróun í þveröfuga átt. Ástæða er til þess að hafa áhyggjur af námsframvindu barna í framhaldinu, en tilkynningum um vanrækslu barna vegna náms hefur sérstaklega fjölgað og má leiða að því líkur að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða hafi haft áhrif hér. Það þarf að spyrja spurninga um framhaldið, hvernig á að styðja við þessi börn svo að vanrækslan hafi ekki langvarandi áhrif á námsframvindu þeirra? Ég tel það eitt brýnasta verkefnið okkar hér að láta ekki þessa þróun sem ógnar heilsu og velferð barnanna okkar óátalda án markvissra viðbragða. Ég mun leggja fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi til að kalla fram viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er okkar frumskylda að standa með börnunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, eða 39,8% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. Meira en helmingi fleiri. Á bakvið hvern sem um fjölgar liggja mörg mannslíf í rúst, sár sem aldrei gróa. Líf sem aldrei verður samt. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur á tímabilinu einnig farið fjölgandi. Á árinu 2021 bárust 1.846 tilkynningar frá skólakerfinu, það er fjölgun um rúmlega 200 frá árinu 2019, og fjölgun um 26% frá heilbrigðisþjónustunni. Gera má ráð fyrir því að tilkynningar frá skólum og heilbrigðiskerfinu séu byggðar á rökstuddum grun og ber að taka þessari fjölgun grafalvarlega. Það þarf að tryggja að til staðar séu viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og kennara sem verða þess áskynja að börn lifi ekki við ásættanlegar aðstæður. Mikilvægt er að efla þjálfun, vitund og viðbrögð þeirra svo rétt sé staðið að málum. Í mörgum tilfellum verður að grípa strax til aðgerða svo barn hljóti ekki enn meiri skaða af aðstæðum heima fyrir. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur aukist á covid-árunum, úr 908 í 1171 á tímabilinu. Þetta er þróun í þveröfuga átt. Ástæða er til þess að hafa áhyggjur af námsframvindu barna í framhaldinu, en tilkynningum um vanrækslu barna vegna náms hefur sérstaklega fjölgað og má leiða að því líkur að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða hafi haft áhrif hér. Það þarf að spyrja spurninga um framhaldið, hvernig á að styðja við þessi börn svo að vanrækslan hafi ekki langvarandi áhrif á námsframvindu þeirra? Ég tel það eitt brýnasta verkefnið okkar hér að láta ekki þessa þróun sem ógnar heilsu og velferð barnanna okkar óátalda án markvissra viðbragða. Ég mun leggja fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi til að kalla fram viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er okkar frumskylda að standa með börnunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar