Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2022 22:22 Camilla, hertogaynja af Cornwall. Getty/Stuart C. Wilson Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. Í yfirlýsingu sem Elísabet sendi út í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli sínu á morgun segir drottningin að það væri hennar einlæga ósk hennar að Camilla tæki við titlinum. Áður hafði verið til umræðu að Camilla yrði þekkt sem prinsessa (e. Princess Consort) en í stað þess fær hún viðurnefnið Queen Consort. Queen Consort vísar til þess að Camilla verði maki ríkjandi konungs en að sögn Breska ríkisútvarpsins þýðir þetta að hún verði titluð Camilla drottning þegar sonur Elísabetar tekur við krúnunni. Fillipus ekki fengið að kalla sig konung Fram að þessu hafa eiginmenn breskra þjóðhöfðingja verið titlaðir Prince Consort en ekki konungar, til að mynda í tilvikum Fillipus prins og Alberts prins. Miðað við fordæmi hefði Camilla sjálfkrafa orðið drottning þegar Karl yrði konungur, en óljóst var hvort svo færi vegna mögulegrar óánægju almennings. Karl og Camilla voru bæði fráskilin þegar þau giftu sig árið 2005 í borgaralegri hjónavígslu. Með inngripi Bretlandsdrottningar er nú ólíklegt að nokkrar hindranir séu í vegi fyrir því að Camilla verði fullgild drottning við hlið eiginmanns síns. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Elísabet sendi út í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli sínu á morgun segir drottningin að það væri hennar einlæga ósk hennar að Camilla tæki við titlinum. Áður hafði verið til umræðu að Camilla yrði þekkt sem prinsessa (e. Princess Consort) en í stað þess fær hún viðurnefnið Queen Consort. Queen Consort vísar til þess að Camilla verði maki ríkjandi konungs en að sögn Breska ríkisútvarpsins þýðir þetta að hún verði titluð Camilla drottning þegar sonur Elísabetar tekur við krúnunni. Fillipus ekki fengið að kalla sig konung Fram að þessu hafa eiginmenn breskra þjóðhöfðingja verið titlaðir Prince Consort en ekki konungar, til að mynda í tilvikum Fillipus prins og Alberts prins. Miðað við fordæmi hefði Camilla sjálfkrafa orðið drottning þegar Karl yrði konungur, en óljóst var hvort svo færi vegna mögulegrar óánægju almennings. Karl og Camilla voru bæði fráskilin þegar þau giftu sig árið 2005 í borgaralegri hjónavígslu. Með inngripi Bretlandsdrottningar er nú ólíklegt að nokkrar hindranir séu í vegi fyrir því að Camilla verði fullgild drottning við hlið eiginmanns síns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira