Segir ásakanir um kynferðisbrot vera misskilning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. febrúar 2022 07:01 Hvarf Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi forsætisráðherra Kína um naðugun vakti mikla athygli á heimsvísu. AP/Andy Wong Peng Shuai, kínverska tenniskonan sem gufaði upp af yfirborði jarðar í nokkrar vikur síðasta haust eftir að ásaka háttsettan mann innan kínversku ríkisstjórnarinnar um kynferðisbrot, segir málið vera byggt á misskilningi. Í nóvember á síðasta ári setti Peng Shuai inn færslu á samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hún ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. Færslunni var eytt stuttu síðar sem og nær öllum upplýsingum um Peng Shuai á veraldarvefnum. Segja má að Peng Shuai hafi í kjölfarið horfið af yfirborði jarðar. Loks nokkrum vikum eftir hvarf hennar ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í gegnum myndbandssímtal. Þar sagði Peng Shuai að sér liði vel og hún væri örugg á heimili sínu í Peking. Fullyrðing sem fjölmiðlar efuðust um að væri sönn og talið var að hún væri í stofufangelsi á eigin heimili. Nú hefur Peng Shuai skotið upp kollinum á nýjan leik en hún ræddi við fjölmiðla á mánudag vegna Vetrarólympíuleikanna sem nú fara fram í Kína. Þar segir hún að ásakanir hennar á hendur Zhang Gaoli hafi verið byggðar á misskilningi. Hún sagði slíkt hið sama í kínverskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Einnig sagði tenniskonan að hún hefði aldrei gefið til kynna að brotið hefði verið á henni kynferðislega og að hún hefði sjálf eytt færslunni á Weibo. Shuai sagðist lifa eðlilegu lífi en gaf hins vegar í skyn að tennisferli hennar væri lokið. Verandi orðin 36 ára gömul og með slæm hné sem hafa þurft fleiri en eina aðgerð þá sjái hún ekki fyrir sér að snúa aftur á tennisvöllinn. Viðtal Shuai hefur vakið mikla athygli enda ekki um hefðbundið viðtal að ræða. Til að mega ræða við tenniskonuna fyrrverandi þurfa fjölmiðlar að senda spurningar sínar fyrir fram. Þá var meðlimur ólympíunefndar Kína á staðnum og sá hann um að þýða bæði spurningar og svör. Chinese tennis player Peng Shuai gave a controlled interview that touched on the sexual assault allegations she made against a former high-ranking member of China's ruling Communist Party.Her answers left many unanswered questions. https://t.co/FOApVUieB9— The Associated Press (@AP) February 7, 2022 Alþjóðatennissambandið hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuleikanna fyrir að taka ekki betur á máli Peng Shuai. Alþjóðatennissambandið hefur hætt við allt mótahald í Kína en það sama verður ekki sagt um Ólympíuhreyfinguna. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína. Leikarnir hófust 4. febrúar og lýkur 20. febrúar. Tennis Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Kína Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Í nóvember á síðasta ári setti Peng Shuai inn færslu á samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hún ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. Færslunni var eytt stuttu síðar sem og nær öllum upplýsingum um Peng Shuai á veraldarvefnum. Segja má að Peng Shuai hafi í kjölfarið horfið af yfirborði jarðar. Loks nokkrum vikum eftir hvarf hennar ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í gegnum myndbandssímtal. Þar sagði Peng Shuai að sér liði vel og hún væri örugg á heimili sínu í Peking. Fullyrðing sem fjölmiðlar efuðust um að væri sönn og talið var að hún væri í stofufangelsi á eigin heimili. Nú hefur Peng Shuai skotið upp kollinum á nýjan leik en hún ræddi við fjölmiðla á mánudag vegna Vetrarólympíuleikanna sem nú fara fram í Kína. Þar segir hún að ásakanir hennar á hendur Zhang Gaoli hafi verið byggðar á misskilningi. Hún sagði slíkt hið sama í kínverskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Einnig sagði tenniskonan að hún hefði aldrei gefið til kynna að brotið hefði verið á henni kynferðislega og að hún hefði sjálf eytt færslunni á Weibo. Shuai sagðist lifa eðlilegu lífi en gaf hins vegar í skyn að tennisferli hennar væri lokið. Verandi orðin 36 ára gömul og með slæm hné sem hafa þurft fleiri en eina aðgerð þá sjái hún ekki fyrir sér að snúa aftur á tennisvöllinn. Viðtal Shuai hefur vakið mikla athygli enda ekki um hefðbundið viðtal að ræða. Til að mega ræða við tenniskonuna fyrrverandi þurfa fjölmiðlar að senda spurningar sínar fyrir fram. Þá var meðlimur ólympíunefndar Kína á staðnum og sá hann um að þýða bæði spurningar og svör. Chinese tennis player Peng Shuai gave a controlled interview that touched on the sexual assault allegations she made against a former high-ranking member of China's ruling Communist Party.Her answers left many unanswered questions. https://t.co/FOApVUieB9— The Associated Press (@AP) February 7, 2022 Alþjóðatennissambandið hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuleikanna fyrir að taka ekki betur á máli Peng Shuai. Alþjóðatennissambandið hefur hætt við allt mótahald í Kína en það sama verður ekki sagt um Ólympíuhreyfinguna. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína. Leikarnir hófust 4. febrúar og lýkur 20. febrúar.
Tennis Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Kína Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn